fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Benedikt: Það liggur ekkert á að selja bankana

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála­ráð­herra og formaður Viðreisnar segir enga ástæðu til að flýta sölu á bönk­un­um og það sé í góðu lagi ef sölu­ferli rík­is­ins taki tíu ár. Í pistli sem ráðherra ritar á vefsíðu Viðreisnar segir Benedikt að hann geti vel ímyndað sér að 13% hlutur ríkisins í Arion Banka verði seldur fyrst en vanda þurfi vel til verka, Kaupþing sem á 87% hlut í bankanum hefur söluferlið í bankanum um páskana og þegar þau hlutabréf fara á markað verði mun auðveldara en ella að átta sig á verði og eftirspurn:

Hugs­an­legt er að þessi hlutur verði seldur á yfir­stand­andi ári, en alls ekki víst. Ég sé ekki að mark­aður verði fyrir fleiri banka­hluta­bréf hér inn­an­lands í ár þannig að hinir bank­arnir bíða. Ef sölu­ferlið tekur tíu ár er það í góðu lagi og betra en að skapa óróa með óvönd­uðum vinnu­brögð­um,

segir Benedikt. Í eigendastefnu stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið komi til með að eiga á milli 34% til 40% í Landsbankanum. Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að sölu eigna ríkisins í hinum bönkunum tveimur, en ríkið á 98,2% í Lands­bank­an­um og Íslandsbanka að öllu leyti. Leggur Benedikt áherslu á að salan verði í opnu ferli, um hana muni ríkja sátt og að ríkið fái gott verð:

Ég átta mig vel á því að þetta mun taka tíma og mér dettur ekki í hug að setja hlutina alla á markað núna strax. Verðmætin eru mikil, nálægt 400 milljörðum króna líklega, og því eftir miklu að slægjast til þess að lækka skuldir ríkisins um slíka fjárhæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins