fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Sænskir lögregluþjónar fordæma frétt Fox News og Ami Horowitz: „Hann er snargalinn“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. febrúar 2017 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Hinir hrikalegu atburðir sem áttu sér stað í Svíþjóð síðasta föstudagskvöld, samkvæmt Donald Trump, eiga ekki við rök að styðjast. Greint var frá því í morgun að Bandaríkjaforseti hafi með orðum sínum verið að vísa í frétt Fox News um heimildamynd Ami Horowitz – „Stockholm Syndrome“ eða Stokkhólmsheilkennið. Kvikmyndir Horowitz þykja alla jafna einkennast af útlendingahatri og fjallar þessi um meint orsakatengsl innflytjenda, ofbeldisglæpa og óeirða í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.

Í frétt Fox News voru birt viðtöl við tvo sænska lögregluþjóna, Anders Göranzon og Jacob Ekström, sem komu við sögu í heimildamyndinni. Báðir segja þeir svör sín slitin úr samhengi. „Ég skil ekki hvers vegna við erum hluti af þessari umfjöllun. Viðtalið snerist um eitthvað allt annað en það sem Fox News og Horowitz voru að tala um,“ segir Anders í vitaðli við sænska miðilinn Dagens Nyheter.

Þetta átti snúast um glæpi á áhættusvæðum. Stöðum þar sem glæpatíðni er há. Það var enginn áhersla lögð á innflytjendur.

Anders og Jacob fordæma fréttaflutning Fox News. Þeir voru látnir líta út fyrir að vera að svara allt öðrum spurningum en þeir voru spurðir. Þeir segja erfitt að treysta fjölmiðlum vegna málsins og taka ekki undir nokkuð sem kvikmyndagerðamaðurinn Ami Horowitz hefur sagt.

Við styðjum ekki það sem hann segir. Hann er snargalinn.

Þess má geta að Donald Trump hefur sýnt mikla andstyggð á ákveðnum fjölmiðlum, sem hann sakar um falskan fréttaflutning. Hins vegar hefur hann ítrekað lofsamað Fox News, en bandaríska sjónvarpsstöðin hefur ætið þótt hliðholl Repúblikönum, og er sögð birta fréttir sem styðja þeirra sjónarmið.

Engin svæði sem sænska lögreglan forðast

Síðasta sumar var greint frá gagnrýni Mats Karlsson, lögreglumanni í Malmö, sem blés á sögusagnir erlendra fjölmiðla um sérstök hættusvæði í borginni sem skapast hefðu vegna innflytjenda. Sagði hann glæpi í borginni helst tengjast síbrotamönnum og deilum í undirheimum. Þeir séu af svipuðum toga og þekkist annars staðar. Hann segir ástæðu þess að glæpirnir séu tengdir við hryðjuverkastarfsemi sé vegna þess að „það passi við frásögnina“.

Það er „sannleikurinn“ sem margir vilja sjá. Það sem veldur mér áhyggjum er þegar allt er stimplað sem hryðjuverk sem ekki bara grefur undan hugtakinu, heldur fær fólk til að gleyma að það eru til glæpamenn sem við þurfum að taka alvarlega þó þeir séu ekki tengdir neinum hryðjuverkum.

Sendiherra Svía á Íslandi, Bosse Hedberg, fullyrti svo í samtali við Pressuna að þær sögusagnir að lögrelan hætti sér ekki inn á ákveðin svæði vegna innflytjendaglæpa væru ósannar. „Það eru engin svæði í Svíþjóð sem lögreglan hikar við að fara á þegar til hennar er leitað og það er alveg klárt mál að sænsk lög eru í gildi alls staðar í Svíþjóð,“ sagði hann.

En það er skýr stefna minnar ríkisstjórnar að aðlaga þá sem hafa rétt á því að vera í landinu og er það fólk velkomið að taka þátt í samfélaginu okkar. Til að ná árangri í þeim efnum er þó mjög áríðandi að blanda ekki saman staðreyndum við orðróma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum