fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Falskt vor í þokunni

Egill Helgason
Laugardaginn 18. febrúar 2017 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er skrítinn þessi febrúar. Líkt og vorblíða flesta daga. Væri hægt að kalla þetta falskt vor?

 

 

Vorlaukar spretta upp úr jörðinni í Vesturbænum og eru brátt að fara að blómgast.

 

 

Brum er farið að vaxa á trjám.

 

 

Gras grænkar upp við gamla steinvegginn í garðinum hjá mér.

 

 

Og í morgun lá skringileg þoka yfir bænum, í afskaplega stilltu og mildu veðri. Ég brá mér í líki túrista, fór út á Skólavörðustíg og tók mynd upp götuna að Hallgrímskirkju sem sást óljóst í þokunni.

Annars er það orðið þannig í Miðbænum að ef maður sér Íslending þar á gangi heilsar maður honum sérstaklega eða kinkar til hans kolli – við erum orðnir svo fáir og strjálir innan um ferðamennina að við skerum okkur úr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata