fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Endurskipulagning á útgáfu Fréttatímans: Reynt að tryggja framtíð blaðsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. febrúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson.

Unnið er að tilraunum til að breyta varanlega grunni Fréttatímans, með því að efna til stofnunar Frjálsrar fjölmiðlunar. Það er félagsskapar fólks sem vill efla frjálsa og óháða blaðamennsku á Íslandi og forða því að allir helstu miðlar landsins endi í höndum sérhagsmunahópa og þeirra sem hafa mikinn persónulegan hag af því að hafa áhrif á opinbera umræðu um sín mál.

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins og aðaleigandi, á fésbókarsíðu sinni. Hann segir að ríflega 500 manns hafi skráð sig til leiks á ríflega tveimur vikum.

„Við höfum ekki enn lokið endurskipulagningu á útgáfu Fréttatímans og það er ekki ljóst hver framtíð hans verður. Þar til sú framtíð er tryggð mun Frjáls fjölmiðlun ekki innheimta framlög frá stofnfélögum. Það verður ekki gert fyrr en félagið verður formlega stofnað og ljóst orðið að framlag frá því muni byggja upp öfluga ritstjórn á blaði sem auglýsingamarkaðurinn tryggir mikla útbreiðslu,“ segir Gunnar Smári.

„Ef stofnfélagar verða nógu margir og stuðningur Frjálsrar fjölmiðlunar nógu mikill mun Fréttatíminn eflast og styrkjast. Ef okkur tekst ekki að tryggja framtíð Fréttatímans mun ekkert verða að stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar og engin framlög verða innheimt. Það er því engin hætta á að framlög fólks nýtist ekki til góðra verka,“ bætir hann við.

Í svari við spurningum undir færslu sinni segir Gunnar Smári, að Upphaf Fréttatímans hafi verið fjármagnað með lánum frá amerískum Íslandsvin en síðan hafi hann og aðrir keypt megnið af hlutafénu.

„Það stóð aldrei til að fjársterkir aðilar fjármögnuðu viðvarandi hallarekstur. Þegar ljóst var að markaðurinn stendur ekki undir öflugri ritstjórn kusum við að leita til almennings frekar en fjársterkra aðila. Þriðji kosturinn hefði verið að skera niður ritstjórnina og gefa út veikara efni. Þessi breyting breytir náttúrlega eðli útgáfufélagsins, það mun aldrei geta orðið hlutafélag sem greiðir út arð, svo dæmi séu tekin. Við munum því breyta því félagi samhliða, fækka hluthöfum og setja inn í það ákvæði um hagnaður muni renna til uppbyggingar blaðsins,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“