fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Þegar rukkað var á Keflavíkurveginum

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavíkurvegurinn var lagður með gjaldtöku, það var gjaldskýli á veginum og bílstjórar borguðu fyrir að fá að aka veginn. Þá var gamli Keflavíkurvegurinn ennþá til við hliðina á þeim nýja, úr möl og holóttur. Það var gert endalaust grín að bílstjórum sem tímdu ekki að keyra á nýja veginum heldur kusu að hossast á þeim gamla. Þetta var klassískur brandari í skoptímaritinu Speglinum.

Ennþá sést sums staðar móta fyrir gamla Keflavíkurveginum.

Göngin undir Hvalfjörð voru líka lögð með gjaldtöku – og hún stendur reyndar enn yfir. Það er semsagt ekki alveg rétt hjá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, sem segir að okkur hafi tekist að „byggja þessa vegi án þess að fara út í gjaldtöku“.

Þeir sem hafa ekið á hraðbrautum erlendis vita líka að víða þarf að borga fyrir að nota þær. Þetta getur reyndar gengið út í öfgar. Fyrir nokkrum árum síðan fór ég í bílferð um Marokkó. Við ókum á glæsilegum hraðbrautum þar sem var gjaldskylda. Þetta var frekar þægilegt, því á vegunum voru fáir aðrir bílar. Skýringin á því var sú að tollurinn var svo hár að sauðsvartur almúginn hafði ekki efni á að nota vegina.

Aftur að Keflavíkurveginum. Vegatollurinn var á honum frá 1965 þegar hann var tekinn í gagnið og fram til 1972. Tollskúrinn var til móts við Straumsvík. Talsverð ónánægja var með þetta eins og lesa má í fróðlegri háskólaritgerð um Reykjanesbrautina.

Þar birtist einnig þessi mynd af mótmælum gegn vegatollinum árið 1965. Kannski eigum við eftir að sjá eitthvað svipað aftur ef hugmyndir Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um vegalagningu með gjaldtöku verða að veruleika. Um þetta verður sjálfsagt mikið deilt, einhverjir kunna að segja að eðlilegt sé að þeir sem noti vegina borgi. En svo verður líklega mótbára að nóg sé borgað með sköttum og ýmsum gjöldum.

Það má svo til dæmis nefna að í Noregi eru vegatollar mikið notaðir eins og lesa má á þessari síðu. Þar kemur fram að í landinu séu 190 staðir þar sem eru innheimt veggjöld.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“