fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Miðflokkurinn, systurflokkur Framsóknar, í Noregi í miklum meðbyr: Bóndi talar fyrir þjóðríkinu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. febrúar 2017 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski Miðflokkurinn (Senterpartiet), sem er systurflokkur hins íslenska Framsóknarflokks, siglir nú í meðbyr sem vekur mikla athygli í Noregi. Þar verður kosið til þings í september næstkomandi.

Miðflokkurinn sækir fram í skoðanakönnunum. Síðast hækkaði hann um 2 prósentustig frá fyrri mælingu í könnunum sem gerðar voru fyrir dagblöðin Aftenposten, Adresseavisen og Bergens Tidende. Aðrar skoðanakannanir staðfesta þessa aukningu í fylgi Miðflokksins. Ein þeirra sýnir að Miðflokkurinn sé með 10,2 prósent sem yrði mesta fylgi hans í 20 ár reyndist það rétt. Enginn flokkur í Noregi virðist bæta við sig jafn miklu fylgi nú um stundir.

Forystumenn Miðflokksins þakka þennan árangur því að flokkurinn hafi skýrt áherslur sínar sem stjórnmálaafl þjóðríkisstefnu og hinna dreifðu byggða Noregs. Andstæðingar flokksins fullyrða hins vegar að Miðflokkurinn sé nú farinn að ástunda þjóðernisstefnu og ali á þjóðrembu. Talsmenn hans stundi málflutning sem gangi út á að hræða kjósendur með lýðskrumi.

Trygve Slagsvold Vedum tók við formennsku í Miðflokknum árið 2014. Þá var flokkurinn í kreppu eftir mikil innanbúðarátök. Slagsvold Vedum sem er fæddur 1978 er bóndi og hefur setið á norska Stórþinginu síðan 2005. Hann vísar ásökunum um þjóðrembu á bug:

Þjóðerniskennd er orð sem alltaf er verið að misnota. Ég er andstæðingur útilokandi þjóðernisstefnu sem gengur út á fullyrðingar á borð við „Noregur er bestur“ eða „Bandaríkin eru best.“ Hins vegar trúum við á að þjóðríkið sé góð eining,

segir Slagsvold Vedum við Aftenposten.

Ola Borten Moe varaformaður flokksins og þingmaður tekur undir með formanni sínum:

Við upplifum árásir á innviðina sem halda uppi hinum dreifðu byggðum Noregs. Miðflokkurinn er upptekinn af því að byggja upp sterkt þjóðríki með góðum lýðræðishefðum.

Marit Arnstad þingflokksformaður Miðflokksins tekur í svipaða strengi og félagar hennar í flokksforystunni:

Eins og 70 prósent norsku þjóðarinnar þá erum við andstæðingar aðildar Noregs að Evrópusambandinu. Við viljum sterkt þjóðríki sem byggir undir okkar lýðræði.

Undanfarið hefur ýmislegt í norskri þjóðfélagsumræðu fært Miðflokknum vopn í hendur. Meðal annars er deilt um fækkun sveitarfélaga þar sem stjórnvöld vilja beita lagasetningum til að þvinga fram sameiningar.

Einnig er rifist um það hve langt skuli gengið í að vernda úlfa. Mörgum í hinum dreifðu byggðum Noregs er meinilla við þau dýr þar sem þau eru talin leggjast á sauðfé, hunda og fleiri dýr. Slíkt vekur auðveldlega upp heitar tilfinningar hjá bændum, búaliði og öðrum sem búa í sveitum og minni bæjum Noregs. Norska hægristjórnin, vinstriflokkarnir og náttúrverndarsinnar vilja fara varlega í veiðum á úlfum enda hefur þessum dýrum víða verið útrýmt eða svo gott sem. Andstæðingar úlfanna telja að friðunaraðgerðir leiði til þess að dýrunum fjölgi hratt úr hófi. Afleiðingarnar verði hrikalegar fyrir saklaust sauðfé og önnur dýr úr bústofnum bænda sem á endanum borgi brúsann.

Þar sem þetta er svo mikið hitamál þá munu deilur um úlfaveiðar henta vel til atkvæðaveiða.

Hér má sjá áróðursmyndband sem Miðflokkurinn lét gera á dögunum gegn úlfum og dreift var á samfélagsmiðlum. Þar er norska ríkisstjórnin sökuð um að vilja lifa í ævintýraheimi á kostnað bænda og búfénaðar. Vinir úlfanna gnísta tönnum yfir þessu:

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs sem jafnframt er formaður Hægriflokksins, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins á Íslandi, hefur nú skorið upp herör gegn Miðflokknum og útnefnt formann hans sem sinn höfuðandstæðing. Ástæðan er einföld: Nýlega áunnar vinsældir Miðflokksins meðal kjósenda gæti fellt ríkisstjórn hennar fari svo að flokkurinn uppskeri í takt við skoðanakannanir nú. Erna Solberg sakar nú Miðflokkinn um að stunda málflutning hræðsluáróðurs og lýðskrums.

Harald Stanghelle áhrifamikill stjórnmálapistlahöfundur og fyrrum ritstjóri Aftenposten skrifar pistil fyrir blað sitt. Þar segir hann að formaður Miðflokksins eigi að fagna því að forsætisráðherrann sé nú búin að lýsa hann höfuðóvin.

Slíkt geti bara orðið vatn á myllu Miðflokksins í kosningabaráttunni sem þegar virðist hafin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur