fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Hver er skýringin á hruni Icelandair í Kauphöllinni? Óvissuþættir margir og ytri aðstæður óhagstæðar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Jakobsson hagfræðingur.

Þessi afkomuviðvörun er bæði athyglisverð og afgerandi en mikil lækkun er á núverandi EBITDA hlutfalli og áætlaðri afkomu 2017, segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá greiningu Capacent, þegar Eyjan bað hann um að reyna að skýra skarpa lækkun á gengi bréfa Icelandair í Kauphöll Íslands í dag, eða um tæplega 24%. Vart þarf að taka fram að slík lækkun á sér ekki mörg fordæmi. Lætur nærri að markaðsvirði Icelandair Group hafi um 26,5 milljarð króna í dag.

Sjá afkomuviðvörun sem send var út til fjárfesta í dag.

„Miklar sveiflur í afkomu Icelandair undirstrika þá óvissu sem er í rekstri flugfélaga og hversu hverful eftirspurn í ferðaþjónustu getur verið. Erfitt er að spá, sérstaklega um framtíðina, hefur stundum verið sagt. Það á við hér. Hvað gerist með olíuverðið, til dæmis? Ef það hækkar þá hækka flugmiðar í verði og fólk flýgur minna. Hvað gerist með íslensku krónuna? Ef hún heldur áfram að vera svona sterk, eða styrkist enn frekar, þá hætta túristar kannski að flykkjast til Íslands, því allt verður svo dýrt. Hvað gerist ef það kemur eldgos á Íslandi eða hryðjuverk aukast í helstu viðskiptaborgum Icelandair í Evrópu?“ segir Snorri ennfremur.

„Ljóst er að hækkun olíuverðs, styrking krónunnar á fjórða ársfjórðungi höfðu öll neikvæð áhrif á afkomu Icelandair. Einnig hefur samkeppni á flugleiðinni til Íslands haft umtalsverð áhrif á rekstur Icelandair en verð flugfargjalda var 25% lægra í janúar 2017 en það var í janúar 2016 skv. vísitölu neysluverðs. Aukin pólitísk óvissa vestanhafs gæti einnig dregið úr eftirspurn eftir flugfargjöldum.  Óvissu þættirnir eru því margir og ytri stærðirnar sem hafa áhrif á rekstrarafkomu Icelandair hafa þróast í óhagstæða átt fyrir Icelandair til skamms tíma,“ bætir hann við.

Í kjölfar níu mánaða uppgjörs Icelandair lækkaði Capacent verðmat Icelandair en ein aðalástæða þess var sú að hlutfall launakostnaðar af veltu var orðinn rúm 25% á árinu og gæti orðið um 27% á árinu, en var að meðaltali tæp 24% frá 2012 til 2015. Hærri launakostnaður hefur töluverð neikvæð áhrif á EBITDA hlutfallið til lækkunar og gerir reksturinn þyngri en ella.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi