Fatou Bensouda, aðalsaksóknari við alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag, lýsti því yfir í gær að það sé „rökstuddur grunur“ um að enskir hermenn hafi framið stríðsglæpi á meðan Íraksstríðinu stóð. Eru þeir taldir hafa pyntað og drepið stríðsfanga eftir innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003. Í kjölfarið mun dómstóllinn hefja opinbera rannsókn á málinu.
Samkvæmt Bensouda eru þeir ekki taldir hafa framið stríðsglæpi á sjálfum „vígvellinum“. Niðurstöðurnar koma heim og saman við eldri niðurstöður for-rannsóknar sem gerð var árið 2006. Hinsvegar aðhafðist dómstóllinn ekki þá, þar sem ásakanirnar voru færri en 20.
Rannsóknin var enduropnuð af Bensouda árið 2014 í kjölfar nýrra upplýsinga, meðal annars frá breskri lögfræðistofu, sem fór með mál Baha Mousa, hótelstarfsmanns í Írak, sem var pyntaður og drepinn af breskum hermönnum árið 2003.
Talsmenn breska hersins höfðu áður sagt að þeir væru fullvissir um að dómstóllinn myndi ekki fara með málið á næsta stig og hefja opinbera rannsókn, þar sem bresk stjórnvöld hefðu sjálf full getu til þess að rannsaka málið sjálf.
Heimild: The Guardian