fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Hin gamla og súra Jerúsalem og níhilistinn Trump

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. desember 2017 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerúsalem er að mörgu leyti fáránlegur staður. Heilög borg fyrir gyðinga, kristna og múslima. Ævaforn borg sem í aldanna rás hefur kallað það versta fram í mönnunum, trúarofstæki og hatur á þeim sem eru ekki sama sinnis. Kristnir Evrópumenn lögðu í hverja krossferðina á fætur annarri til að ná undir sig Jerúsalem. Fóru um með morðum og ránum undir krossinum. Múslimar urðu ofan á, stjórnuðu borginni lengi, en strax í fornöld var hún farin að trylla menn. Það byrjaði fyrir tíma Rómverja.

Ég dvaldi eitt sinn nokkra hríð í Jerúsalem, fannst erfitt að slíta mig frá sjónarspilinu sem þar fer fram. Múslimunum við Klettamoskuna, gyðingunum við Grátmúrinn, kristna fólkinu sem fer um með alls kyns undarlegu látbragði á vegi krossins. Þetta er fjarskalega áhugaverður staður. Maður skynjar mikla sögu, en um leið gríðarlega frekju og tilætlunarssemi, skort á kærleika og auðmýkt. Já, í raun verstu hliðar trúarbragðanna. Í reynd er Jerúsalem kannski allt nema helgur staður, bara súrt og gamalt þrætuepli, fullt af máðu grjóti.

Ísraelar hafa lengi verið að ýta Palestínumönnum lengra og lengra burt úr Jerúsalem. Ein grunnhugmynd þeirra sem þrá ísraelskt stórríki er að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels. Þetta er vond hugmynd og hættuleg. Ísrael á þegar prýðilega höfuðborg sem nefnist Tel Aviv, auðuga borg sem iðar af lífi, stendur fallega við sjóinn – þar er allt sem þarf.

Þegar Bandaríkjaforseti leggst á sveif með þeim sem vilja gera Jerúsalem að höfuðborg og ákveður að flytja bandaríska sendiráðið í Ísrael, virkar það eins og einhvers konar brjálsemi. Bandaríkin leggjast þarna á sveif með forstokkuðum ofstækisöflum. Ekkert ríki í heiminum hefur sendiráð í Jerúsalem. Borgin nýtur engrar viðurkenningar sem höfuðborg Ísraels. Þjóðarleiðtogar vara við þessu. Þetta er hrein ögrun við múslima, eins og Donald Trump sé viljandi að hella olíu á eld. Þetta er ekki bara þjónkun við mestu ofbeldisöflin í Ísrael, heldur er þetta eins og þrá eftir því að magna upp átök og stríð. Því hefur verið haldið fram að Trump sé níhilisti – það virðist ekki fjarri lagi.

Eftir að hafa dvalið í Jerúsalem á sínum tíma komst ég að þeirri niðurstöðu – sem er langt í frá að vera frumleg – að eina vitræna leiðin fyrir borgina væri að hún yrði lýst alþjóðlegt griðasvæði. Að Sameinuðu þjóðunum yrði falin stjórn hennar og allir hefðu þar jafnan rétt, gyðingar, múslimar og kristnir menn. En þetta verður víst seint – Jerúsalem kallar ekki beint fram friðarhugsjónir í brjóstum manna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota