fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Þingholtin og Skólavörðuholt 1903

Egill Helgason
Sunnudaginn 31. desember 2017 03:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er tekin 1903 og sýnir hluta af Þingholtunum og Skólavörðuholtið. Lengst í burtu glittir í Bláfjöllin. Höfundurinn er hinn merki ljósmyndari Magnús Ólafsson. Myndin er tekin yfir Tjörnina, væntanlega úr Tjarnarbrekkunni, það er hávetur eins og sjá má.

Þarna er afar lítið orðið til af byggðinni sem síðar hefur risið. Við þekkjum Miðbæjarskólann sem var byggður 1898, nokkur hús við Miðstræti og Þingholtsstræti, Landshöfðingjahúsið (Næpuna), við sjáum drög að götunni sem nefnist Skálholtsstígur og eitt hús við Laufásveg.

Fríkirkjan er nýrisin þegar myndin er tekin, hún var vígð snemma árs 1903 en fáum árum síðar var kirkjubyggingin lengd. Efst á hæðinni sjáum við Skólavörðuna. En gatan neðst, þar sem nú er Sóleyjargata, er ekki nema slóði.

Við tökum eftir því hversu Skólavörðuholtið er grýtt. Nú er holtið fullbyggt, en áður var þarna grjót og urð og erfitt yfirferðar. Myndin sýnir glöggt hvílíkur berangur Reykjavík var á árum áður. Það er ekki mikið skjól að sjá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“