fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Eyjan

Sir Ringo og Sir Barry

Egill Helgason
Laugardaginn 30. desember 2017 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissulega er fátt hallærislegra en titlatogið í kringum bresku hirðina. Reyndar finnst mér fátt óskiljanlegra en hvernig fólk endist til að horfa á endalausa sjónvarpsþætti og kvikmyndir um allt það lið. Meðal þeirra sem eru aðlaðir um þessi áramót er Nick Clegg, fyrrverandi formaður Frjálslyndra demókrata. Helsta afrek hans er að hafa hálfpartinn drepið flokkinn sinn í samstarfi við Íhaldið.

En svo er þarna líka á lista Ringo Starr, sá mikli gleðigjafi. Varla neinn efast um að hann eigi þetta skilið. Sir Ringo hljómar líka afar vel. Það eru liðin 53 ár síðan hann fór með vinum sínum í Buckinghamhöll og tók á móti OBE-orðunni. Ringo er annar tveggja Bítla sem lifa, og enn er sama drottningin.

 

 

Svo er annar sem hlýtur riddaranafnbót. Það er Barry Gibb, leiðtogi og aðallagahöfundur Bee Gees. Það er sorglegt með Barry að hann er einn eftir af bræðrum sínum, var hann þó elstur. Robin, Maurice og Andy eru allir horfnir yfir móðuna miklu.

Tónlist Bee Gees hefur reynst ótrúlega lífsseig. Ég man að á pönkárunum þótti ekki par fínt að hlusta á Bee Gees. Hins vegar gerðist það oft á öðru eða þriðja glasi að Saturday Night Fever var dregin fram og þá hljómuðu lög eins og Night Fever og Staying Alive og stuðið byrjaði. Þetta er snilldarmúsík.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd