fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Pirringurinn út af íþróttamanni ársins

Egill Helgason
Föstudaginn 29. desember 2017 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hérumbil á hverju ári fer nokkur hluti þjóðarinnar af hjörunum vegna kjörsins á íþróttamanni ársins.

Þegar boltakarl er valinn snýst umræðan um að boltaíþróttirnar tröllríði öllu og engir aðrir komist að. Þegar boltakarlar eru ekki valdir fer umræðan í hina áttina, boltaáhugamennirnir fárast yfir því að íþróttaárangur hinna sé afar ómerkilegur miðað við það sem tíðkast í boltanum – sem er aðalíþrótt heimsins í þeirra huga.

Við heyrum seinni útgáfuna þetta árið, enda varð fyrir valinu kona sem stundar golf.

 

 

Þegar öllu er á botninn hvolft er íþróttamaður ársins saklaus samkvæmisleikur sem samtök íþróttafréttamanna stunda, það eru þeir sem velja og allt gott um það að segja. En það getur varla skipt svo miklu máli hver hreppir þetta hnoss – varla kastar það sérstakri rýrð á afrek hinna. Líklega er réttast að deila svona nafnbót sem víðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“