fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Biskupinn er algjört aukaatriði

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. desember 2017 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er einhvern veginn afar íslenskt að umræða um ákvarðanir Kjararáðs sé öll farin að snúast um eina konu, biskupinn yfir Íslandi. Það er merkilegt hvað maður skynjar mikla heift í garð Agnesar M. Sigurðardóttur. Jú, hún er þægilegt skotmark. Þó er launahækkunin sem hún fékk ekki nema í takt við það sem aðrir embættismenn, stjórnendur og stjórnmálamenn sem þiggja laun frá ríkinu hafa fengið.

Reyndar sýnist manni að Agnes biskup verði lægri í launum en hæstaréttardómarar, dómarar við landsdóm, ráðuneytisstjórar og ráðherrar. Tónninn var gefinn fyrir meira en ári. Nú vilja fleiri ríkisforstjórar ólmir vera undir Kjararáði – til dæmis lögreglustjórar. Láir þeim enginn.

Það er nánast eins og að vinna í happdrætti að fá laun sín ákveðin af Kjararáðinu – helst afturvirkt. En biskupinn er algjört aukaatriði í hinu stóra samhengi, þótt margir láti þjóðkirkjuna fara í taugarnar á sér og hvetji til úrsagna úr henni.

En einnig hefur upphafist umræða um húsnæðismál biskupsins. Bergstaðastræti 75 er embættisbústaður biskups. Það er ansi löng hefð fyrir því að biskupar hafi embættisbústaði – einu sinni voru þeir í Skálholti og á Hólum, síðar í Laugarnesi.

Margir biskupar hafa hafa haft aðsetur í Bergstaðastrætinu á undan Agnesi. Húsið var keypt af kirkjunni árið 1968. Þar hafa semsagt búið Sigurbjörn Einarsson, Pétur Sigurgeirsson, Ólafur Skúlason, Karl Sigurbjörnsson og nú Agnes. Sú breyting hefur orðið á samkvæmt fréttum að biskupinn borgar málamyndaleigu. Líklega er það ekki í valdi biskupsins að breyta þessu fyrirkomulagi, nema þá með atbeina Kirkjuþings. Enginn hefur hins vegar krafist þess af forseta Íslands að hann borgi leigu vegna búsetu sinnar á Bessastöðum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“