fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Kaupmannahöfn, höfuðborg Íslands – með Guðjóni og Agli

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. desember 2017 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

3. janúar hefst á RÚV sex þátta röð sem nefnist Kaupmannahöfn – höfuðborg Íslands. Umsjónarmenn hennar eru ég, Guðjón Friðriksson og Ragnheiður Thorsteinsson, en Jón Víðir Hauksson sá um kvikmyndatöku. Þættirnir byggja á samnefndri bók eftir Guðjón og Jón Þ. Þór.

Þetta er mikil saga og margir þræðir sem hægt er að rekja – og ekki bara um þekktustu Kaupmannahafnar-Íslendinga, skáldin og sjálfstæðisbaráttumennina.

Kaupmannahöfn var í margar aldir hin eiginlegi höfuðstaður Íslands, stjórnsýslan var þar, Íslandsverslunin og miðstöð viðskipta. Verslunin var lengi í höndum útlendra manna, en síðar hösluðu Íslendingar sér völl – þeir urðu hins vegar að stunda verslunina í gegnum Kaupmannahöfn.

Íslendingar fóru til Kaupmannahafnar í nám, nutu sérstakrar fyrirgreiðslu og höfðu forgang um vist á stúdentagörðum. Þarna uppfóstraðist íslensk menntastétt. En Íslendingar sóttu ekki bara bóknám til Kaupmannahafnar, heldur stunduðu líka nám í iðngreinum, sjómennsku og verslun. Listamenn, skáld og leikarar fóru til Kaupmannahafnar í leit að frægð og frama. Og þegar samgöngur bötnuðu á síðari hluta 19. aldar var mikill straumur fólks til Kaupmannahafnar, sumir fóru einfaldlega í ævintýraleit eins og sex konur sem stukku með litlum fyrirvara um borð í danskt skip á Þingeyri.

Í þáttunum er fjallað um þekkt fólk og minna þekkt. Sumir lifðu hamingjuríku og farsælu lífi, aðrir dóu fyrir aldur fram eða urðu ógæfu að bráð. Mörgum reyndist erfitt að fóta sig í borginni – og svo herjuðu þar sjúkdómar sem íslenskir sveitamenn höfðu litlar varnir gegn.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús