fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Þarf Ísland að óttast hefniaðgerðir Bandaríkjanna ? „Trump er óútreiknanlegur“ segir alþjóðastjórnmálafræðingur

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 25. desember 2017 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Alþjóðastjórnmálin tóku kipp á dögunum, þegar forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ákvað að færa sendiráð Bandaríkjanna í Tel Aviv í Ísrael, til hinnar heilögu borgar gyðinga, múslima og kristinna manna, Jerúsalem. Með því viðurkenndi hann Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael og styggði þar með múslima sérstaklega, sem lýstu aðgerð Trumps sem „kossi dauðans“. Þá töldu nær allir helstu þjóðarleiðtogar að Trump hefði með þessu skaðað allar friðarumleitanir á svæðinu, en ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er gjarnan lýst sem púðurtunnu sem bíði þess að springa. Svo virtist sem að Trump væri litli strákurinn með eldspýturnar.

 

Í framhaldinu var ákveðið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna skildi hittast á neyðarfundi og kröfðust 14 af 15 þjóðum ráðsins að Donald Trump drægi ákvörðun sína til baka. Bandaríkin beittu hinsvegar neitunarvaldi sínu. Í framhaldi af því var haldin atkvæðagreiðsla í  Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um drög að ályktun gegn ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta. Ályktunin hljóðaði þannig, að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skildu hafa lagalegt gildi og að þær bæru að fella tafarlaust úr gildi. Fyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump þeim þjóðum sem myndu kjósa gegn Bandaríkjunum í málinu, að hann myndi skera á fjárstuðning við þær. Auk þess sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, að Trump myndi fylgjast með því hvernig löndin kysu og gaf þannig í skyn að þeir sem kysu gegn Trump féllu um leið í ónáð hjá honum, hann tæki það persónulega, sem gaf til kynna fyrirætlaða langrækni um óákveðinn tíma.

 

Hótun Trump virðist þó ekki hafa haft tilætlaðan árangur, þar sem tillagan gegn ákvörðun hans um að viðurkenna Jerúsalem, var samþykkt af 128 ríkjum. Níu ríki greiddu á móti og 35 sátu hjá. Ísland er eitt þeirra ríkja sem létu hótanir Trump lönd og leið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði afstöðu Íslands alltaf hafa verið skýra og legið ljósa fyrir, að Ísland styðji tveggja ríkja lausn, hvar Ísraelsmenn og Palestínumenn leysa sín mál með samningum. Þá hvatti hann til stillingar og fordæmdi allt ofbeldi. En Guðlaugur taldi jafnframt framferði Bandaríkjamanna óvenjulegt, en það hefði ekki haft áhrif á afstöðu Íslands í atkvæðagreiðslunni.

 

Flestir telja eflaust að afstaða Íslands í málinu hafi verið réttlát. Að Trump hafi verið að „blöffa“ með innantómum hótunum, sem virðist vera einn uppáhaldsstjórnunarstíll hans, en Ísland, ásamt öðrum 128 ríkjum, hafi látið slíkar hótanir sem vind um eyrun þjóta. En Trump er þekktur sem mikið ólíkindatól. Þarf Ísland að óttast hefniaðgerðir Bandaríkjanna ?

Jakob Þór Kristjánsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, heldur ekki:

 

„Nei ég myndi ekki að halda það. Bandaríkin vilja varla styggja aðrar NATÓ og vina þjóðir. Auk þess þurfa Bandaríkin á aðstöðunni í Keflavík að halda og Trump er nýbúinn að samþykkja auka framlag til  hennar. En ég verð að setja varnagla við þetta svar, forseti Bandaríkjanna er svo óútreiknanlegur,“

 

segir Jakob Þór.

 

En hver er ákjósanlegasta utanríkisstefnan gagnvart Bandaríkjunum þegar maður eins og Trump er við stjórnvölinn ? Borgar sig að standa í lappirnar, sérstaklega til langs tíma litið og þar með veðja á að Trump verði ekki endurkjörinn, eða gæti undanlátssemi verið hagstæð, amk næstu þrjú árin ?

 

„Ísland á hiklaust að sýna og segja Bandaríkjunum frá ef þau eru óánægð með stefnu þeirra. Þetta á ekki bara við um Bandaríkin heldur um öll önnur ríki. Mér finnst viðbrögð íslenskra stjórnvalda hárrétt eftir að Trump ákvað að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Íslensk utanríkisstefna gagnvart Bandaríkjunum ætti að taka mið af stefnu Bandaríkjanna hverju sinni. Smáríki eins og Ísland reka sjaldan harða utanríkisstefnu en það merkir auðvitað ekki að þau þurfi að vera undanlátsöm. Trump hefur sýnt að engin skildi vanmeta hann eins og kom í ljós í forsetakosningunum. En vafalaust vilja margir benda Trump á að þau séu ekki sammála utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Samanber að Trump hefur frá upphafi lagt áherslu á að Bandaríkin komi fyrst (America first). Utanríkistefna stjórnar Trump hefur verið svolítið óljós og hvatvís – þetta birtist meðal annars í því að utanríksráðherrann segir eitt en Trump annað. Af bandarískum fréttum má ráða að utanríkisráðuneytið vildi bíða með þá ákvörðun að flytja bandaríska sendiráðið til Jerúslem og hefur lagt áherslu á saminga við Norður-Kóreu á meðan Trump er herskárri. Ég held að önnur ríki séu ekki að bíða eftir nýjum forseta Bandaríkjanna, þau eru og verða að eiga samskipti við Bandaríkin óháð því hver býr í Hvíta húsinu.“

 

Donald Trump hefur lagt áherslu á að aðildarríki NATO borgi sanngjarnari og hærri upphæð til bandalagsins, þar sem Bandaríkin standi mestan straum af þeim vörnum sem NATO veitir sínum aðildarríkjum. Í ljósi uppgangs Rússlands, með tíðum kafbátaferðum um Atlantshafið, innrásina á Krímskaga og meint afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, segja sumir stjórnmálaskýrendur að ástandið hafi ekki verið jafnslæmt síðan í Kalda stríðinu. En hver er staða Íslands ? Þurfa íslensk stjórnvöld að hafa áhyggjur yfir því að NATO reikningurinn hækki umtalsvert, ekki síst í ljósi atkvæðagreiðslunnar um Jerúsalem hjá SÞ, eða kemst Ísland upp með næstum hvað sem er, vitandi af áhuga Bandaríkjanna um her hér á landi ?

 

„Varðandi fjárframlög Íslands til NATO, þá þykir mér það ólíklegt. Ekki nema að Trump ákveði að draga úr framlagi Bandaríkjanna til NATÓ, eftir úrslit atkvæðagreiðslunnar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá gæti staða Íslands sem og annara ríkja innan bandalagsins breyst. En eins og staðan er í dag er þetta ólíklegt. Bandaríkin þurfa á NATÓ að halda og NATÓ þarf á Bandaríkjunum að halda. Varðandi ástandið gagnvart Rússlandi, þá veit ég ekki hvort ég mundi nota hugtakið kalt stríð yfir samskipti austurs og vesturs í dag. Einfaldlega vegna þess að ríkin ógna ekki hvort öðru á sama hátt og á dögum kalda stríðsins. En vissulega gætu samskiptin verið betri. Mér finnst þessi atkvæðagreiðsla hjá SÞ sýna að heimurinn er margpóla en ekki tvípóla eins og á tímum kalda stríðsins. Og þess vegna held ég að hernaðarlegt mikilvægi Íslands muni ekki verða minna, mér finnst líklegra að það muni aukast. Mikilvægi norðurslóða mun vaxa á næstu árum og áratugum. En það fer auðvitað líka eftir því hvernig  samskipti ríkjanna á svæðinu verða í framtíðinni. Í raun held ég að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi ekki minnkað þó kalda stríðinu lyki, það breytist vissulega en vegna legu landsins mun það áfram skipta máli.“

 

Jakob Þór Kristjánsson, alþjóðastjórnmálafræðingur

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni