fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Í skötulíki

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. desember 2017 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skötuátið á Þorláksmessu er dæmi um það hvernig hefðir verða til í nútímanum. Þegar ég var að alast upp í Vesturbænum í Reykjavík borðaði nánast enginn skötu, en maður heyrði af þessum sið sem var hafður í heiðri fyrir vestan. Þó voru örfá húsþar sem skatan var elduð þennan dag, maður hálfpartinn vorkenndi börnunum á þeim heimilum, því skötuátinu fylgdi drykkjuskapur alveg ofan í jólum og timburmenn á aðfangadag.

Vesturbæingum þess tíma þótti skötuát ekki par fínt og lyktin ekki góð.

Þetta var á tímanum fyrir jólaglögg, jólahlaðborð, jólabjór – það þekktist eiginlega ekki að taka jólin út fyrirfram í formi matar og drykkjar alveg frá því í lok nóvember. Átið hófst ekki fyrr en hátíðin sjálf var gengin í garð.

Nú eru breyttir tímar – það liggur við að menn séu búnir að fá nóg þegar jólin sjálf byrja.

En ég var að velta fyrir mér skötunni. Hví hefur hún ekki stærra hlutverk í jólaskreytingum. Skötur eru jú ósköp myndrænar? Samt er ekkert skötuskraut að finna í minjagripabúðunum.

Það gerðist hins vegar, alveg óvart, þegar ég setti upp jólaseríu í garðinum hjá mér um daginn að hún reyndist taka á sig mynd skötu. Hún er í skötulíki.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla