fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Úrskurður Kjararáðs og dómur Hæstaréttar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. desember 2017 22:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær fréttir standa upp úr í dag.

Annars vegar úrskurður Kjararáðs um laun biskups. Það er einn rauður þráður í úrskuðum Kjararáðs og hann heldur áfram að spinnast.

Nefnilega sú eindregna skoðun sem í þeim birtist að laun séu alltof lág á Íslandi og að þau beri að hækka verulega.

Hin fréttinn er dómur Hæstaréttar þess eðlis að Sigríður Andersen  hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara í Landsrétt. Þetta er í raun fyrsta krísan sem stjórn Katrínar Jakobsdóttur lenti í, því þótt málið hafi verið afgreitt á tíma síðustu stjórnar situr Sigríður í dómsmálaráðuneytinu nú eins og þá.

Sigríður segir aðspurð að hún ætli ekki að „deila við dómarann“ en í sömu málsgrein segist hún vera „ósammála efnislega niðurstöðu Hæstaréttar“. Æðsti yfirmaður dómsmála í landinu tekur semsagt ekki mark á Hæstarétti. Það verður samt að segja eins og er að staða hennar sem ráðherra er ekki sérlega traust eftir þetta – og spurning hvað forsætisráðherrann segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús