fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Norðurlöndin kanna aðgengi áhættufjármagns fyrir sprotafyrirtæki

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 18. desember 2017 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Dagfinn Høybråten og Idar Kreytzer

Samkvæmt samtökum um norrænt samstarf, munu ríki Norðurlandanna nú kanna aðgengi að áhættafjármagni fyrir sprotafyrirtæki. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna Norrænt samstarf:

Norrænu ríkin eru sammála um að kanna aðgengi að áhættufjármagni fyrir sprotafyrirtæki. Könnunin er liður í sameiginlegum aðgerðum sem eiga að styrkja samkeppnishæfni og aðlögunarfærni norrænna fyrirtækja. Idar Kreutzer sem er framkvæmdastjóri Finans Norge leiðir verkefnið.

„Straumhvörf á Norðurlöndum“ er eitt þriggja áherslumála Norðmanna í formennskutíð sinni í Norrænu ráðherranefndinni 2017. Markmiðið er að styðja samkeppnishæfni norrænna fyrirtækja og hæfni þeirra til nýsköpunar og grænna umskipta. Bakgrunnurinn eru efnahagslegar, umhverfislegar og tæknilegar breytingar sem norrænu ríkin standa frammi fyrir og hafa í för með sér bæði áskoranir og mikla möguleika. Úttektin á að draga upp mynd af þörfum og möguleikum norrænnar fjármögnunarleiðar fyrir fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum starfsemi þeirra.

„Við erum afar ánægð með að Idar Kreytzer hefur tekið verkefnið að sér. Það hefur verið áherslumál að auka norræna samkeppnishæfni í grænu umskiptunum í formennskutíð Noregs í Norrænu ráðherranefndinni 2017. Við bindum vonir við mat og ráð Idars Kreutzer sem verða lögð fram þegar skýrslan er tilbúin,“

segir Frank Bakke-Jensen, samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi.

Idar Kreutzer er framkvæmdastjóri Finans Norge. Hann er viðskiptafræðingur frá norska verslunarháskólanum og hefur gegnt ýmsum áberandi stjórnar- og stjórnendastöðum bæði í einkageiranum og opinbera geiranum í Noregi.

Síkvikt svæði með góðar forsendur

„Norðurlöndin eru síkvikt svæði með góðar forsendur til þess að skapa verðmæti og störf í heimi þar sem á sér stað stafræn þróun og umskipti með lofslagsvænni tækni. Skilvirkur fjármálamarkaður og aðgangur að áhættufjármagni á fyrstu stigum er nauðsynleg forsenda þess að nýsköpun geti orðið að störfum í fyrirtækjum í vexti. Það er gleðiefni að Norræna ráðherranefndin og ríkisstjórnir norrænu ríkjanna óski eftir nánari úttekt á þessum aðstæðum og ég hlakka til að hefjast handa við þetta mikilvæga verkefni.“

 

Samningurinn við Kreutzer var undirrritaður af Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Kreutzer hefur störf við útttektina í janúar 2018 og skýrslan á að vera tilbúin í september.

„Við búumst við því að úttektin veiti heildarmynd af aðgangi fyrirtækja að áhættufjármagni á fyrstu stigum og veiti þar með góðan grunn að því því að meta þörf og möguleika á sameiginlegum norrænum aðgerðum á þessu sviði í framtíðinni,“

segir Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni