fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Erfitt fyrir ríkisstjórnina að setja lög á flugvirkja

Egill Helgason
Mánudaginn 18. desember 2017 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Treystir Icelandair á að sett verði lög á verkfall flugvirkja? Formaður samninganefndar flugvirkjanna segir að svo sé í viðtali við Mbl.is.

En ýmislegt mælir á móti því.

Í fyrsta lagi beinist þetta verkfall bara gegn einu flugfélagi. Það er ekki eins og samgöngur hafi stöðvast. Fjölmörg önnur flugfélög eru að flytja farþega til og frá landinu.

Í öðru lagi getur það varla freistað nýrrar ríkisstjórnar – hvað þá ríkisstjórnar þar sem forsætisráðherrann er úr vinstri flokki – að láta sitt fyrsta verk vera að stöðva verkfall með lögum.

Í þriðja og ekki sísta lagi blasir við sú staðreynd að alþingismenn fengu nýskeð risastóra kauphækkun. Þetta gerir þeim býsna erfitt að setja lög á aðra hópa sem eru að krefjast minni hækkana. Eins og sagt var á sínum tíma hleyptu hækkanir þingmannanna svokölluðu Salek-samkomulagi í bál og brand.

Arnbjörn Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður sem nú starfar hjá Kennarasambandinu, skrifar greinarstúf um þetta á Facebook. Þetta er býsna skörp greining hjá Arnbirni:

Það verða ekki sett lög því flugvirkjar lásu stöðuna hárrétt þegar þeir skipulögðu verkfallið. Alþingismenn – sem fyrir nokkrum mánuðum fengu 45% launahækkun – geta í dag ekki sett lög á kjaradeilu þar sem krafan er 20% hækkun. Eina leiðin fyrir Icelandair og SA er því að semja við flugvirkja. Ég spái því að það verði niðurstaðan og kjarabætur í þeim samningi verði talsvert umfram margræddan Salek ramma.

Í kjölfarið koma aðrir hópar fram og vilja sambærilegar hækkanir- og þar með hefst víðfrægt höfrungahlaup.

Ég græt það ekki að launamenn fái mögulega í kjölfarið almennilegar kjarabætur. En ef þetta verður niðurstaðan gæti allt logað á vinnumarkaði með tilheyrandi verkföllum og látum. Það ástand verður að fullu í boði Alþingismanna sem í nettu græðgiskasti tímdu ekki að setja lög á launahækkanir sínar, sem allir aðrir sáu að var úr öllu korti og öllu samhengi. Og ef það verða sett lög á deiluna þá gera þingmenn þar með atlögu að Íslandsmeti í hræsni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur