fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Allt vitlaust í Vínarborg – Nýjum Hitler og hægri -öfgastjórn mótmælt

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 18. desember 2017 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sebastian Kurz, nýr kanslari Austurríkis

Kröftug mótmæli eru nú í Vínarborg, þar sem nýrri hægri-stjórn Lýðflokksins og Frelsisflokksins er mótmælt. Níu mótmælagöngur hafa verið skipulagðar í Vínarborg í dag og er lögregla með mikinn viðbúnað, eða 1500 óeirðarlögreglumenn og nokkrar vatnsþrýstibyssur, en búist er við 5000 mótmælendum. Nú þegar hafa borist fregnir af notkun táragass lögreglu, þegar mótmælendur reyndu að brjótast í gegnum vegtálma lögreglu.

 

 

 

Frelsisflokkurinn var stofnaður eftir síðari heimsstyrjöld af fyrrum meðlimum Nasistaflokksins og sækir hugmyndafræði sína að nokkru leyti þangað, sérstaklega þegar kemur að málefnum innflytjenda. Lýðflokkurinn skartar hinsvegar hinum umdeilda Sebastian Kurz, nýja kanslara Austurríkis, sem sumir hafa kallað hinn nýja Hitler, vegna umdeildra skoðana hans á málefnum innflytjenda.

Hann er einnig nefndur „Undrabarnið“ í stjórnmálum þar í landi. Kurz og Frelsisflokkurinn komust að samkomulagi um helgina, sem gerir hina nýju ríkisstjórn þá hægri-sinnuðustu í Evrópu, en Kurz verður yngsti þjóðarleiðtoginn í heimi, 31 árs.

Báðir flokkarnir vildu takmarka aðgengi flóttamanna og hælisleitenda að landinu í aðdraganda kosninganna og virðast hafa hlotið hljómgrunn hjá löndum sínum, en Frelsisflokkurinn hlaut 32% atkvæða og var sigurvegari kosninganna, meðan Frelsisflokkurinn hlaut 26% atkvæða.
Flokkarnir deildu þó hart í kosningabaráttunni, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz -Christian Strach, sakaði Kurz um að hafa stolið stefnumálum síns flokks og kallaði hann svikara. Flokkarnir sátu einnig saman í ríkisstjórn frá 2000 til 2005.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins