fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Þegar Neil Young söng um Alabama – og suðurríkjadrengir svöruðu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. desember 2017 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alabama er mikið í fréttunum þessa dagana vegna kjörs þingmanns á öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókratinn vann naumlega, það eru atkvæði svartra sem tryggja honum kosningu og utankjörstaðaratkvæði. Mikill meirihluti hvítra kjósenda valdi Roy Moore, hinn forstokkaða afturhaldsdurg sem að auki er áskaður fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Eitt það hryllilegasta við stjórnmál á tíma Trumps er að tortryggni milli kynþátta magnast upp á nýjan leik. Rasismi er aftur orðinn gjaldgengur.

Þarna vakna upp gamlir draugar – sem eru því miður enn með lífsmarki og gott betur. Það var í Alabama að sumar hörðustu orrusturnar í mannréttindabaráttu svartra voru háðar. Demókratinn sem sigraði, Doug Jones, var áður saksóknari og varð frægur fyrir að höfða mál gegn meðlimum Ku Klux Klan sem sprengdu baptistakirkju 1963, þar dóu fjórar stúlkur. Réttarhöldin fóru fram 40 árum eftir þetta hryðjuverk.

Söngvaskáldið Neil Young gerði á sínum tíma frægt lag sem hét einfaldlega Alabama. Þetta var á hinni vinsælu hljómplötu Harvest. Í laginu syngur Young að Alabama hafi mikla byrði á baki sér, en önnur ríki Bandaríkjanna geti hjálpað.

 

 

Lag Youngs varð býsna umdeilt. Á plötunni söng hann líka lag sem hét Southern Man. Sumum fannst að þarna gerðist Kanadamaðurinn býsna yfirlætisfullur – en hann hefur reyndar margoft á ferli sínum birt sterkar pólitískar skoðanir. Hljómsveit sem nefndist Lynyrd Skynyrd svaraði Neil Young með lagi sem varð feikilega vinsælt. Sweet Home Alabama heitir það. Þar segir meðal annars að fólk í Suðurríkjunum þurfi ekkert á Neil Young að halda. Svo mátti líka lesa úr textanum stuðning við hinn umdeilda ríkisstjóra George Wallace, en því hefur líka verið haldið fram að textinn sé tvíræðari en svo.

Hér er Lynyrd Skynyrd á tónleikum. Söngvarinn er í bol með mynd af Neil Young.  Í bakgrunni er suðurríkjafáni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég elska svona hræsni“

„Ég elska svona hræsni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús