fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Gjáin milli hvítra og svartra í Alabama

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. desember 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningar í Alabama vekja heimsathygli. Það er nokkuð óvenjulegt – en hvað er venjulegt við pólitíska ástandið í Bandaríkjunum. Sjálfur forsetinn, Trump, leggur allt undir til að styðja Roy Moore, sannkallaðan afturhaldskarl sem er ásakaður um margþætt kynferðislegt áreiti. En það er demókratinn Doug Jones sem sigrar – í fyrsta skiptið sem Demókratar hafa öldungadeilarþingmann í Alabama í marga áratugi. Og þá er þetta orðin heimsfrétt – það er ekki bara frambjóðandi Repúblikana sem fékk á baukinn, heldur sjálfur forseti Bandaríkjanna.

En kosningin var mjög naum. Og það er forvitnilegt að sjá hvernig atkvæðin skiptast. Alabama er eitt af þeim ríkjum í Bandaríkjunum þar sem er mest fátækt og eymd. Og það er í Alabama að sumar af hörðustu orrustunum í hreyfingarinnar fyrir réttindum blökkumanna voru háðar. Við sjáum hvernig skiptingin er enn til staðar. Moore nýtur yfirgnæfandi fylgis hjá hvítum körlum, en 98 prósent svartra kvenna kjósa Jones.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins