fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Tíst Trump vekur reiði Theresu May – Bretlandsheimsókn í uppnámi

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 1. desember 2017 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er enn á ný kominn í vandræði vegna hegðunar sinnar á Twitter. Trump endurbirti þrenn myndbönd frá formanni Britain First samtökunum, sem eru hægri-öfgasamtaök í Bretlandi, með horn í síðu innflytjenda.

Myndböndin mála múslima dökkum litum, sýna þá eyðileggja styttu af Maríu mey, lemja dreng á hækjum og hrinda öðrum fram af þaki. Trump skrifaði ekkert sjálfur um myndböndin, heldur lét þau tala sínu máli.

 

Therese May, forsætisráðherra Bretlands, var ekki par ánægð með tístin hjá Trump heldur ávítaði hann fyrir að birta myndböndin:

 

„Ég ætla að vera algerlega skýr með það, að það var rangt hjá Bandaríkjaforseta að endurbirta tístin frá Britain First.“

 

Hún bætti við:

„Britain First eru haturssamtök. Þau leitast eftir að skapa óeiningu og ósætti í okkar samfélagi. Þau standa þvert á móti þeim gildum sem við deilum sem þjóð-gildi virðingar, umburðarlyndis og ef mér leyfist, almenns velsæmis.“

 

Þá sagði dómsmálaráðherra Bretlands, Sam Gyimah, að honum liði „afar óþægilega“ með fyrirhugaða Bretlandsheimsókn Trump á næsta ári, þar sem tíst Trump skapaði óeiningu af „yfirlögðu ráði“ á tímum þar sem reynt væri að sameina þjóðina.
Ljóst er að hið „sérstaka samband“ þjóðanna, sem þjóðhöfðingjar Bretlands og Bandaríkjanna vísa gjarnan til, er ekkert sérstaklega gott um þessar mundir. Fyrirhuguð heimsókn Trump til Bretlands á næsta ári virðist í uppnámi, enda óvenju kalt á milli landanna um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“