fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Prinsípp eða verkleysi og elítuismi Rósu og Andrésar

Egill Helgason
Föstudaginn 1. desember 2017 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vinstri menn og stjórnarandstæðingar hafa orðið til þess að fagna afstöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar og hrósað þeim fyrir mikla skoðanafestu. Grunnafstaða þeirra er einfaldlega sú að vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum.

 

En svo er hægt að líta öðrum augum á hlutina og tengja þetta tilhneigingu vinstri manna til að vilja halda áru sinni hreinni og dæma sig til áhrifaleysis meðan samfélagið þróast í áttir sem þeir alls ekki vilja. Að standa á hliðarlínunni og gagnrýna í stað þess að hafa raunveruleg áhrif sem gætu verið til góðs þótt þau séu að einhverju leyti takmörkuð. Hallgrímur Óskarsson var í viðtali í Silfrinu fyrir kosningar þar sem hann talaði um gildi í íslenskum stjórnmálum og ýmsa ósiði sem stjórnmálaflokkarnir hafa fest sig í.

 

 

Hallgrímur notar sömu hugtök og í viðtalinu til að skoða afstöðu Rósu og Andrésar. Hann tekur mið af röksemdafærslu Andrésar og telur að hún sé mjög slök, hún einkennist af því sem Hallgrímur kallar verkleysi og elítuisma.

Andrési Inga finnst mörg atriði í stjórnarsáttmálanum mikilvæg en vill samt ekki samþykkja hann af því að sum atriði hafa áður verið í stjórnarsáttmála annarra stjórna og þá voru þau ekki öll sett í framkvæmd! Aldrei reyna sig við verkefni ef einhverjum í fortíðinni mistókst með þau sömu verkefni! Andrés hefur greinilega enga trú á sjálfum sér, né samstarfsfólki sínu í VG. Þetta er hreinn og klár „elítuismi“ og líka gott dæmi um þetta verkleysi sem hráð hefur margt fólk vinstra megin við miðju, að þora ekki að einhenda sér í verkin bara af því að hugsanlega væri það sniðugra seinna. Að þora ekki að takast á við vanda dagsins heldur fela sig á bak við kennisetningu um að nú sé e.t.v. ekki heppilegt að þurfa að fara að vinna og sýna hvað maður getur. Katrín hefur hins vegar unnið þvílíkt þrekvirki með vinnu sinni í kringum þessa stjórn, hefur náð aragrúa af „sínum“ málefnum í gegn og sýnt þvílíka leiðtogahæfileika í erfiðum viðræðum. Hún er greinilega sterkur samningamaður og mikill leiðtogi sem svarar kalli tíðarandans vel. Ég spái því að Katrín eigi eftir að verða farsæll forsætisráðherra og eigi eftir að sitja lengi. Og að þessi stjórn eigi eftir að sitja út allt kjörtímabilið.

Síðar í umræðum á Facebook fer Hallgrímur nánar út í þessa greiningu sína og segir að ef Rósa og Andrés vilji koma hugsjónum sínum í framkvæmd þurfi þau að taka sér stöðu „meðal fólksins í landinu og „byrja moksturinn“, rétt eins og almenningur gengur til vinnu á hverjum degi“.

Elítuismi og verkleysi hefur loðað við margt vinstrafólk. Það er alþjóðleg þróun og er nefnd m.a. sem ein ástæða þess að Hillary tapaði. Ef Rósa og Andrés eru kappsöm um að koma hugsjónum sínum í framkvæmd fyrir Ísland þá ættu þau að byrja á að brjóta odd af oflæti sínu og setja af stað vinnu við fyrstu verkefnin sem þeim býðst að vinna að í þessari stjórn. Núverandi afstaða þeirra „ég ætla ekki að gera neitt ef Sjálfstæðisflokkurinn er líka í stjórninni“ er í besta falli barnaleg afstaða til þess raunveruleika sem blasir við eftir kosningar. Katrín er hins vegar að hugsa þetta rétt, að það sé betra að koma nokkrum af sínum málum í höfn nú heldur en að bíða eftir hugsanlegu tækifæri síðar. Því sá sem ætlar að bíða endalaust eftir hinni fullkomnu stund allra drauma til að einhenda sér í verkin mun þurfa að bíða ansi lengi, jafnvel lungann úr starfsævi venjulegs alþingismanns. Slíka hugsun geta fræðimenn tamið sér, í ýmsum vangaveltum en stjórnmálamaður sem hefur lofað að vinna fyrir þjóð sína verður að vinna úr þeim möguleikum sem bjóðast. Það er Katrín að gera nú og því er hún sumpart að innleiða nýja hugsun hjá vinstra fólki: Hugsun um vinnusemi, pragmatisma, klókindi og endurnýjuð tengsl við fólkið í landinu. Leggja aðeins minni áherslur á fræðilegar vangaveltur, inni í hlýjum glerhúsum, en byrja þess í stað að taka sér stöðu á meðal fólksins í landinu og „byrja moksturinn“, rétt eins og almenningur gengur til vinnu á hverjum degi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur