fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

John Hughes og gullöld grínsins

Egill Helgason
Laugardaginn 9. desember 2017 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpið sýnir í kvöld, undir dagskrárliðnum Bíóást, kvikmyndina Planes, Trains & Automobiles. Það er Sigurjón Kjartansson, grínisti og handritshöfundur, sem velur myndina. Það er skemmst frá því að segja að þetta er einhver besta grínmynd allra tíma. Tilheyrir hinni vinsælu en nokkuð vanmetnu grein eighties-gamanmyndum.

Níundi áratugurinn var nefnilega gullöld í gerð grínmynda. Fæstar þeirra fengu sérstaka viðurkenningu á sínum tíma, þær voru ekki tilnefndar til Óskarsverðlauna og ekki heldur leikararnir eða leikstjórarnir. En frá þessum tíma eru myndir eins og áðurnefnd Planes, Trains & Automobiles, Ferris Bueller’s Day Off, Back to the Future, Home Alone  og Ghostbusters. Grínmyndir sem gerðar eru í dag eru yfirleitt ekki í þessum klassa.

Planes, Trains & Automobiles er gerð af leikstjóranum John Hughes. Hann lést 2009, en á níunda áratugnum átti hann ótrúlegan sprett og gerði hverja snilldarmyndina á fætur annarri. Sumar þeirra voru unglingamyndir eins og The Breakfast Club og Pretty in Pink, en Hughes gerði líka Ferris Bueller, Home Alone og skrifaði handritið að þeirri vinsælu jólamynd National Lampoon’s  Christmas Vacation.

Í Planes, Trains & Automobiles hefur hann með sér Steve Martin og hinn óviðjafnanlega grínsnilling John Candy. Candy var frá Kanada, fékk alltof fá aðalhlutverk, en hann fer á kostum í þessari mynd. Hann lést fyrir aldur fram fáum árum síðar. Myndin gerist rétt fyrir þakkargjörðarhátíðina – er yfirleitt sýnd í Ameríku á þeim tíma – og segir frá tveimur mönnum sem eru að reyna að komast heim til sín en lenda í alls kyns óhöppum. Annar er vel efnum búinn, fínn með sig og ekkert sérlega alúðlegur, hinn er elskulegur klaufabárður, skítblankur, sem setur allt í uppnám hvar sem hann kemur.

Hinn hlægilegi og sorglegi Del Griffith myndarinnar í túlkun Candys er óborganleg persóna og í gegnum hann kemur Hughes að hinum hlýja og manneskjulega boðskap sem gjarnan einkennir myndir hans – um vináttu og virðingu fyrir þeim sem eru öðruvísi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins