fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Rökstuddur grunur um stríðsglæpi breskra hermanna í Íraksstríðinu

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

Fatou Bensouda, aðalsaksóknari við alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag, lýsti því yfir í gær að það sé „rökstuddur grunur“ um að enskir hermenn hafi framið stríðsglæpi á meðan Íraksstríðinu stóð. Eru þeir taldir hafa pyntað og drepið stríðsfanga eftir innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003. Í kjölfarið mun dómstóllinn hefja opinbera rannsókn á málinu.
Samkvæmt Bensouda eru þeir ekki taldir hafa framið stríðsglæpi á sjálfum „vígvellinum“. Niðurstöðurnar koma heim og saman við eldri niðurstöður for-rannsóknar sem gerð var árið 2006. Hinsvegar aðhafðist dómstóllinn ekki þá, þar sem ásakanirnar voru færri en 20.

Rannsóknin var enduropnuð af Bensouda árið 2014 í kjölfar nýrra upplýsinga, meðal annars frá breskri lögfræðistofu, sem fór með mál Baha Mousa, hótelstarfsmanns í Írak, sem var pyntaður og drepinn af breskum hermönnum árið 2003.

Talsmenn breska hersins höfðu áður sagt að þeir væru fullvissir um að dómstóllinn myndi ekki fara með málið á næsta stig og hefja opinbera rannsókn, þar sem bresk stjórnvöld hefðu sjálf full getu til þess að rannsaka málið sjálf.

Heimild: The Guardian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni