fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Dagur býður sig fram með Samfylkingu sem hefur endurheimt sjálfstraustið

Egill Helgason
Mánudaginn 4. desember 2017 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson segist ætla að bjóða sig aftur fram til borgarstjóra. Hagur hans kann að hafa vænkast nokkuð. Samfylkingin er ekki lengur skammaryrði og feimnismál, líkt og þegar flokkurinn var með rétt yfir fimm prósenta fylgi eftir kosningarnar 2016.

Nú er Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og næst stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Menn gengu nánast út frá því sem vísu um tíma að Vinstri græn yrðu stærri en Samfylkingin í borginni og gætu í krafti þess gert tilkall til borgarstjórastólsins í endurnýjuðum vinstri meirihluta. Þetta gæti farið á annan veg nú þegar VG er í ríkisstjórn.

Það verður sjálfsagt hart tekist á um ýmis mál í borgarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi, líklega helst skipulagsmálin og húsnæðismálin. En almennt hafa kjósendur í Reykjavík hallast svo mjög til vinstri að ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn nái völdum í borginni. Enn er á huldu hver mun leiða Sjálfstæðismenn gegn Degi og félögum, það ræðst ekki fyrr en eftir áramót.

Það kann auðvitað að breyta einhverju að Björt framtíð er nánast búin að vera sem stjórnmálaafl, þótt hún eigi enn fulltrúa í borgarstjórninni. Óvíst er hvernig BF hagar framboðsmálum sínum. Píratinn Halldór Auðar Svansson ætlar að hætta, en samband Pírata og Samfylkingarinnar einkennist núorðið af því að flokkarnir eru nánast sammála í öllum málum – gætu í raun verið einn og sami flokkurinn.

Samfylkingunni er mjög að aukast sjálfstraustið aftur og Dagur mun varla þurfa að fela að hann komi úr þeim flokki. Einn liður í þessu er endurreisn Jóhönnu Sigurðardóttur sem verður víða vart. Jóhönnu er hampað sem miklum og mikilhæfum leiðtoga í nýrri bók, sjónvarpsþáttum og viðtölum. Hún er helsta leiðarljós Samfylkingarinnar, gleymdir eru formennirnir Össur og Ingibjörg Sólrún og það er kominn hjúpur yfir hremmingarnar sem leiddu til algjörs fylgishruns ríkisstjórnar Jóhönnu. Sumt af þessu er nánast í anda þess sem kallast hagíógrafía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins