fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Dapurlegt stórafmæli

Egill Helgason
Mánudaginn 6. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, 7. nóvember, er afmæli rússnesku byltingarinnar, októberbyltingarinnar svokallaðrar. Maður gæti skrifað langar greinar af þessu tilefni. Stjórn Rússlands er sjálf í mestu vandræðum með byltingarafmælið – Stalín er aftur í talsverðum metum í Rússlandi, en Pútínstjórnin og stuðningsmenn hennar horfa líka aftur til keisaratímans. Hinn lánlausi Nikulás II, sem klúðraði öllu sem hann gat klúðrað, er kominn í dýrlinga tölu. Spaugilegast er að framleiddir hafi verið þættir fyrir rússneskt sjónvarp um Trotskí, alveg síðan á tíma Stalíns hefur hann verð persona non grata í Rússlandi. Rússneska ríkið er aftur komið í samkrull með kirkjunni eins og var fyrir byltingu.

Vinur minn einn á Facebook, gamall róttæklingur, afgreiðir byltingarafmælið nokkuð snyrtilega í fáum línum. Þetta er kjarni málsins:

Ég ætla ekki að halda uppá 100 ára afmæli októberbyltingarinnar. Í fyrsta lagi var þetta ekki bylting heldur valdarán; í öðru lagi gerðist þetta ekki í október heldur í nóvember; í þriðja lagi leiddi valdaránið til einræðis- og ógnarstjórnar Leníns og síðar Stalíns, og lítil ástæða til að fagna því.

 

Sumir ætla að halda upp á afmæli októberbyltingarinnar, eins og sjá má á þessu plakati. Það ætlar Alþýðufylkingin líka að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“