fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Áskoranir nýrrar ríkisstjórnar (m.a. heilbrigðiskerfið)

Egill Helgason
Laugardaginn 4. nóvember 2017 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn sem hefði jafn nauman minnihluta og sú sem nú er í burðarliðnum þarf að hafa skýran málefnasáttmála. Talsvert vantaði upp á það í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ýmsu fleiru var reyndar ábótavant þar, eins og til dæmis verkstjórninni. Svo eru til ríkisstjórnir sem fara af stað með alltof stór plön, það var banabiti ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún ætlaði að reyna að bylta íslensku samfélagi á fjórum árum, kannski var það að nokkru leyti skiljanlegt þegar stjórnin var mynduð stuttu eftir hrun. En hún rak sig hvarvetna á.

Menn hafa þannig talað um að nýja ríkisstjórnin (sem alls ekki er víst að verði mynduð) þyrfti að hafa fá og skýr mál. Það er rétt. Þetta þýðir að flokkarnir verða að gefa talsvert eftir af stefnumálum sínum, gera málamiðlanir. Stjórnmál eru list hins mögulega, stendur einhvers staðar.

En svo er náttúrlega fullt af málum sem ekki er hægt að sjá fyrir. Hlutir sem koma upp í dagsins amstri. Það er þá sem ríður á að traust sé milli flokkanna, verkstjórnin góð og vilji til að semja um mál.

Eitt af því sem er talað um að stjórnin geri er að ráðast í stórátak í heilbrigðismálum. Það getur falist í því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins. En það er ekki svona einfalt. Þetta er risavaxið verkefni, útheimtir mjög góða greiningu á vandanum og þor til að takast á við annmarkana í kerfinu. Ekki er sjálfgefið að það sé fyrir hendi, stjórnmálamennirnir hafa heykst á því að tala fyrir grundvallarbreytingum í heilbrigðismálum, enda er þar við harðvítuga hagsmunahópa að eiga.

Birgi Jakobssyni landlækni hefur orðið tíðrætt um þetta, nú síðast á ráðstefnu sem haldin var í gær. Þar sagði hann að varasamt væri að setja meiri fjármuni í heilbrigðiskerfið án þess að breyta því í leiðinni. RÚV hefur eftirfarandi eftir Birgi.

Auðvitað er þetta endanlega pólitískur vilji, hver vill ekki bæta heilbrigðiskerfið. Ég held að það sé mjög hættulegt ef maður segir að maður vilji bæta heilbrigðiskerfið en á sama tíma ekki gera neinar kerfisbreytingar að þá er maður að mála sig inn í horn.“

Birgir segir að tvö kerfi séu rekin hlið við hlið hér á landi sem eru fjármögnuð á mjög ólíkan hátt. Því þurfi að beyta, styrkja þurfi opinbera reksturinn, skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana út um land og breyta stjórnun heilbrigðiskerfisins. „Þannig að forstjórar heilbrigðisstofnana út um land fái miklu meira hlutverk í að skipuleggja þjónustuna á landsvísu út frá sínum forsendum  o.s.frv. það má lengi telja.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“