fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn með stór og feit ráðuneyti

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarsáttmálinn er bundinn inn í litla bók, fallega myndskreytta. Teikningarnar munu vera gerðar af Viktoríu Buzukínu, grafískum hönnuði sem er upprunin í Úkraínu en býr á Íslandi. Það er skemmtilegt.

Sáttmálinn er fullur af góðum fyrirheitum í heilbrigðis-, menntamálum-, samgöngumálum- og húsnæðismálum. Virðist vera ágætt plagg, en svo er spurning hvernig mönnum gengur að fylgja honum. Það er ekki eins og þetta sé nákvæmur listi þar sem er hægt að merkja við búið og gert. Mikið af þessu eru eilífðarverkefni.

En virðisaukaskattur á bókum verður felldur niður.

Svo geta menn skoðað ráðherraskiptinguna. Hefðin er að hér á Íslandi sé mikið ráðherraræði. Ráðherrar spila sóló. Þeir vasast í sínum málaflokkum án þess að ráðfæra sig við aðra ráðherra eða samstarfsflokkana. Reyndar stendur í stjórnarsáttmálanum að efla eigi Alþingi – en það er reyndar í flestum stjórnarsáttmálum. Fátt breytist samt.

Manni sýnist Sjálfstæðisflokkurinn vera að fá ansi mikið fyrir að gefa eftir forsætisráðuneytið. Hann er auðvitað langstærstur stjórnarflokkanna þriggja, en það er spurning hvort þetta geti ekki valdið erfiðleikum. Þarna gæti reynt mjög á samstarf flokksforingjanna og myndugleik Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu. Hvað mun hún geta gengið langt til að taka fram fyrir hendurnar á til dæmis dómsmálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum?

Sjálfstæðisflokkurinn fær fjármálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, dómsmálin, sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin auk ferðamálanna. VG eru með forsætisráðuneytið, umhverfisráðuneytið og hið ógnarlega heilbrigðisráðuneyti – þar í gegn liggur bein leið ti óvinsælda.

Framsókn er náttúrlega minnsti flokkurinn í ríkisstjórninni og fær menntamálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og velferðarráðuneytið. Framsóknarmenn voru ánægðir á fundi í gær, allir fundarmenn greiddu atkvæði með – en þetta eru kannski ekki ýkja stórir bitar. Reyndar fá Framsóknarmenn líka formann fjárlaganefndar sem er langáhrifamesta þingnefndin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris