Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook í kvöld að hún vilji hafa Viðreisn með í ríkisstjórninni sem stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir eru að reyna að mynda.
Það vekur athygli að meðal þeirra sem læka þessa færslu er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, bendir hins vegar á að ekki dugi að taka inn Viðreisn einhvern tíma á seinni stigum.
Það þarf kannski ekki að koma svo mjög á óvart að Samfylkingarfólk vilji gjarnan hafa Viðreisn með, margt er sameiginlegt með þessum flokkum. En andstaða er við það bæði innan Framsóknar og Vinstri grænna.