fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Mengaða Reykjavík

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við ákveðin veðurskilyrði er loftmengun í Reykjavík meiri en gerist í milljónaborgum erlendis. Síðustu daga hefur Reykjavík verið með menguðustu borgum. Það er svosem engin ráðgáta hvernig á þessu stendur. Skýringin er gríðarlega mikil bílanotkun – og ekki bætir úr útbreiðsla nagladekkja sem slíta malbiki og róta upp tjöru og óhreinindum.

Í fyrradag var varað við miklu svifryki í bænum og fólki ráðið frá því að vera gangandi á ferli nálægt stórum umferðargötum. Þá hafði verið þurrt loft í nokkra daga. Nú er komin smá úrkoma og þá sest rykið.

Mér varð óvart á að strjúka hendinni yfir afturglugga bifreiðar áðan og hún leit svona út á eftir. Virkar eins og þetta sé mestanpart tjara – það var ekki sérlega auðvelt að þvo þetta af.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins