Við ákveðin veðurskilyrði er loftmengun í Reykjavík meiri en gerist í milljónaborgum erlendis. Síðustu daga hefur Reykjavík verið með menguðustu borgum. Það er svosem engin ráðgáta hvernig á þessu stendur. Skýringin er gríðarlega mikil bílanotkun – og ekki bætir úr útbreiðsla nagladekkja sem slíta malbiki og róta upp tjöru og óhreinindum.
Í fyrradag var varað við miklu svifryki í bænum og fólki ráðið frá því að vera gangandi á ferli nálægt stórum umferðargötum. Þá hafði verið þurrt loft í nokkra daga. Nú er komin smá úrkoma og þá sest rykið.
Mér varð óvart á að strjúka hendinni yfir afturglugga bifreiðar áðan og hún leit svona út á eftir. Virkar eins og þetta sé mestanpart tjara – það var ekki sérlega auðvelt að þvo þetta af.