fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Katrín vinnur sigur á fundi VG – tekur við sem forsætisráðherra á morgun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir hafði góðan sigur þegar sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á löngum og ströngum fundi Vinstri grænna í kvöld. Tölurnar voru 75 með, 15 á móti, 3 sitja hjá. Þetta gerðist þrátt fyrir andstöðu þingmannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar.

Það má leiða getum að því að ef stjórnarsamstarfið hefði verið fellt, þá hefði Katrín vikið úr formannssæti í flokknum. Hún var í raun að leggja sjálfa sig undir, það hefur væntanlega haft áhrif. En hún kemur út úr þessu sem óskoraður formaður flokksins og með stuðning til að leiða hann inn í stjórn – og í forsætisráðuneytið. Þar verður hún fyrst stjórnmálamanna sem koma úr flokknum sem telst vera yst til vinstri. Það er sögulegt.

Vísir segir frá því að á fundinum hafi komið fram að Vinstri græn fái forsætisráðuneytisinsumhverfisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið plús forseta Alþingis. Þar verður væntanlega Steingrímur J. Sigfússon líkt og sagði í grein sem birtist hér á vefnum í fyrradag. Það var kannski eðlilegt að flokkurinn tæki við umhverfisráðuneytinu – en heilbrigðisráðuneytið er ekki auðvelt meðferðar. Þar hrópa þúsund raddir á meiri þjónustu og meira fé, þolinmæðin er afar lítil, verkin erfið, mótstaðan mikil og tregðulögmálin sterk. Í síðustu ríkisstjórn virkaði það eins og Óttarr Proppé væri skilinn eftir á köldum klaka með heilbrigðismálin.

VG vill sjálfsagt helst vilja láta dæma sig af velferðarmálunum og loftslagsmálunum á þessari stjórnartíð. Það verður varla uppi hávær krafa um virkjanir og aðgerðir í loftslagsmálum njóta orðið útbreiddrar hylli.

Svo er spurningin hvað Rósa Björk og Andrés Ingi gera. Þau vildu ekki fara í stjórnarmyndunarviðræður og vilja heldur ekki stjórnarsáttmálann. Það er býsna afgerandi. Þá eru eftir 9 af 11 þingmönnum VG sem styðja stjórnina. Það þýðir að í stjórnarliðinu eru 33 þingmenn í stað 35. Á því er býsna mikill munur. Á Fésinu eru alls kyns vangaveltur um hver geti verið staða Andrésar og Rósu, og meðal annars á það bent að ekki hafi allir þingmenn Samfylkingarinnar stutt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 2007. En eins og stendur virkar eins og þau séu frekar einangruð og spurning hvaða traust þingmenn sem styðja stjórnina bera til þeirra. Þetta gæti birst á næstunni við nefndarkjör. Það eru sjálfsagt opnar dyr fyrir bæði Rósu og Andrés hjá Samfylkingu og Pírötum – Samfylkingin sem hefur fært sig allverulega til vinstri hugsar sér sjálfsagt gott til glóðarinnar með VG í stjórn með íhaldinu og Píratar og Samfó virka sammála í öllum málum.

En það er svosem ekki nýtt að reytist þingmenn af VG þegar flokkurinn fer í ríkisstjórn. Ríkisstjórn Jóhönnu endaði uppi sem minnihlutastjórn vegna þess. Katrín Jakobsdóttir tekur að öllu óbreyttu við sem forsætisráðherra Íslands á morgun.

 

Katrín á skjánum hjá RÚV eftir fundinn í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins