fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Danskt fyrirtæki prófaði fjögurra daga vinnuviku: Áhrifin af því urðu meiri en nokkurn hefði grunað

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að starfsmenn danska upplýsingatæknifyrirtækisins IIH Nordic hafi brugðist vel við þegar forsvarsmenn fyrirtæksins ákváðu að taka upp fjögurra daga vinnuviku í stað hefðbundinnar fimm daga vinnuviku.

Starfsmenn vinna 30 klukkustundir í viku, þeir mæta í vinnuna á mánudagsmorgnum og vinnuvikunni lýkur svo síðdegis á fimmtudegi. Á því tæpa ári sem liðið er síðan tilraunin hófst hafa afköst starfsmanna aukist um 20 prósent og þá taka starfsmenn um helmingi færri veikindadaga sé miðað við tímabil áður en tilraunin hófst.

Fjallað er um þetta á vef Berlingske Tidende.

Upphaflega stóð til að tilraunin myndi vera til eins árs, en vegna þess hve vel hún gekk hefur verið ákveðið að framlengja þetta fyrirkomulag um óákveðinn tíma. Þetta þýðir að starfsmenn þurfa bara að vinna fjóra daga í viku, en ekki fimm eins og víðast hvar annars staðar hjá starfsfólki sem er í 100 prósent starfi.

Henrik Stenmann, stjórnarformaður IIH Nordic, segir við Berlingske að fyrirkomulagið hafi reynst einstaklega vel og í raun skipti engu máli hvort starfsfólk vinni fjóra eða fimm daga vikunnar; afköstin séu nánast þau nákvæmlega sömu. „Í eitt ár höfum við unnið 14 þúsund færri stundir en samt viðhaldið veltu og hagnaði fyrirtækisins,“ segir hann.

Fyrirtækið ákvað ekki einungis að fækka vinnustundum heldur var ákveðið að taka upp heilsusamlegra vinnuumhverfi. Þannig er boðið upp á hollari mat en áður í mötuneyti fyrirtækisins í hádeginu. Allt þetta hefur gert það að verkum að veikindadögum starfsfólks hefur snarfækkað.

Stenmann bætir því við að fyrirtækið hafi kennt starfsmönnum svokallaða promodor-tækni, en hún felur í sér að starfsmenn vinna af miklum ákafa í 25 mínútur í senn og taka sér svo fimm mínútna hlé á milli. Þetta virðist hafa gefið góða raun, svo góða að fyrirtækið mun halda þessu áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni