fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Einstaklega falleg mynd frá tíma bragganna

Egill Helgason
Laugardaginn 25. nóvember 2017 00:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er sérlega falleg og hjartnæm ljósmynd sem birtist fyrir stuttu á vefnum Gamlar ljósmyndir. Hreinn Vilhjálmsson setti hana þangað inn og hjá honum fékk ég leyfi til að birta hana.

Myndin sýnir Hrein og tvíburabróður hans Leif. Hún mun vera tekin fyrir um 70 árum, semsagt stuttu eftir stríð. Þeir eru þarna tveir, barnungir, í heilgalla og með prjónahúfu, skóflur í hönd – við sjáum að það er mikið fannfergi.

Hreinn, sem í athugasemdum á vefnum segist vera korteri eldri en Leifur, heldur í hönd bróður síns. Það er mikil frásögn í myndinni –  það er stillt yfir, því er líkast að bræðurnir leiðist áfram til móts við lífið.

Myndin mun vera tekin niður við Kaplaskjólsveg en í bakgrunni er braggahverfið Camp Knox þar sem þeir bræður bjuggu. Á þessum tíma átti fjöldi manns heima í bröggunum í Reykjavík – húsnæðisvandinn hefur sjaldan verið verri. Sums staðar lá illt orð á bröggunum, en þar bjó alls konar fólk, venjulegt fólk, fjölskyldufólk. Það voru meira að segja stofnuð sérstök samtök herskálabúa, eins og þau hétu.

Camp Knox var milli Kaplaskólsvegar og Hofsvallagötu og var fjölmennasta braggahverfið. 1952 var búið þar í 133 bröggum og íbúarnir voru yfir 600 talsins. Síðustu íbúarnir fluttu þaðan 1967 – þá var tími herskálanna liðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris