fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Á þriðja hundrað látnir eftir árásina í Egyptalandi

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Dánartalan eftir skotárásinni og sprengjuárásinni í Egyptalandi er komin upp í 235 manns. Líkt og greint var frá fyrr í dag átti árásin sér stað í mosku í bænum Bir al-Abed í norðvesturhluta Egyptalands. AP-fréttaveitan segir að vígamenn hafi keyrt að moskunni á fjórum jeppum, sprengt sprengju og skotið á þá sem mættir voru í föstudagsbæn með hríðskotabyssum. Minnst 130 eru særðir.

Árásin í dag er sú mannskæðasta á Sínaí-skaganum síðan egypski herinn hóf baráttu sína við öfgafulla íslamista á svæðinu árið 2013.

Sagt er að þeir sem voru í moskunni hafi aðhyllst súfisma, sem er einskonar íslömsk dulspeki, en hryðjuverkasamtök á borð við ISIS líta á súfista sem villutrúarmenn. Enginn hefur lýst árásinni af hendur sér enn en spjótin beinast að öfgamönnum með tengsl við ISIS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“

Guðni hryggur yfir græðginni – „Öllum er víst sama um þig, Freyja mín“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar