fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Nóbelsverðlaunahafi segir Donald Trump vera fasista

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 17. nóvember 2017 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joseph Stiglitz 

Bandaríski hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton í forsetatíð hans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti, sé fasisti.  Í nýrri bók rekur hann áhyggjur sínar af þeim vaxandi ójöfnuði sem ríkt hefur vestra undanfarin ár og reiðinni fylgdi í kjölfarið.

„Ég sagði í fyrstu, að ef við löguðum ekki þetta vandamál myndi það leiða til pólitísks vandamáls og sögulega séð koma menn eins og Trump, svona fasistafígúrur sem rísa upp.“

 

Aðspurður hvort hann héldi virkilega að Trump væri fasisti sagði Stiglitz:

„Ég held sannarlega að hann hafi slíkar tilhneigingar. Opinberar stofnanir þurfa að halda aftur af honum og  hvern þann dag sem þær stofnanir virka, öndum við léttar. En við vitum ekki hvar mörkin liggja og við vitum ekki hvort hann geti fært þessi mörk. Það er tvennt sem mér finnst truflandi – árásir hans á fjölmiðla og þá þekkingu sem nær lengra en fjölmiðlar. Við höfum aldrei átt forseta sem lýgur dag eftir dag og virðist algerlega ónæmur fyrir því. Venjulega er fólk sem þú átt í samskiptum við bundið sannleikanum og einhverskonar ábyrgðarkennd, en ekki hann. Önnur aðferð sem fasistaleiðtogar nota er ´við´  gegn ´þeim´ aðferðin til að kljúfa samfélagið.  Það er virkilega truflandi, “

sagði Stiglitz og átti við að Trump notaði kynþátta- og kvenhatur sem einskonar stjórnunaraðferð.

Trump hefur ekki svarað Stiglitz á Twitter, ennþá að minnsta kosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump