fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Máltöfrar Jónasar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dagur íslenskrar tungu og afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Sá maður var ótrúlegt séní. Hann elskaði tunguna – eða kannski er réttara að segja að tungan hafi elskað hann. Allt sem Jónas kom nærri var svo furðulega kliðmjúkt og þokkafullt. Það á jafnt við um kvæðin hans og öll nýyrðin sem hann bjó til.

Því Jónas var einn helsti nýyrðasmiður íslenskunnar – þessa tungumáls þar sem auðvitað vantaði orð yfir ýmsa hluti þegar þjóðin komst loks í tæri við nútímann og umheiminn.

Vissuð þið að Jónas bjó til orðin páfagaukur og mörgæs? Hann bjó reyndar líka til orðið framsókn sem síðar varð nafnið á stjórnmálaflokki.

Og svo eru orð eins og aðdráttarafl, almyrkvi, dýrafræði, efnafræði, einstaklingar, fábrotinn, geislabaugur, haförn, himingeimur, knattborð, líffæri, lífvörður, ljóshraði og ljósvaki, munaðarleysingi, sjónauki, skjaldbaka, sólmyrkvi, sólmiðjaspendýr, stjörnuþoka, svarthol, undirgöng, þjóðkjörinn, æðakerfi.

Allt hljómar svo fallega – þetta eru svo fín íslensk orð og einhvern finnur maður fyrir töfrasnertingu Jónasar.

Loks má nefna orðið þjóðareign. Það er komið úr smiðju Jónasar. Sumir hafa viljað halda því fram í seinni tíð að ekki sé til neitt sem heiti þjóðareign. En það er eins og hver önnur þrætubók.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris