fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Hugmyndaauðgi, skáldskapur og listræn sýn í arkítektúr – og skortur á þessu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar ljósmyndir eru af stórkostlegu nýju bókasafnið sem hefur risið í borginni Tianjin í Kína, Byggingin hefur þegar vakið heimsathygli og maður skilur hvers vegna. Höfundar byggingarinnar starfa á arkitektastofunni MVRDV í Rotterdam í Hollandi.

 

 

 

MVRDV er ein af leiðandi arkitektastofum í heiminum og teikna mannvirki út um allan heim. Það er gaman að skoða heimasíðuna. Maður rekst þar á ýmis hús og skipulagsverkefni sem gleðja augað eins og markaðsbygginguna í Rotterdam frá 2014.

 

 

Og hér er svo líkan að svokölluðum framtíðargarði sem stendur til að reisa í Pudong hverfinu í Shanghai. MVRDV vann samkeppni með þessum tillögum að menningarmiðstöð og lystigarði sem verða alls 100 þúsund fermetrar.

 

 

Hér í Reykjavík erum við á gríðarlegu uppbyggingarskeiði. En hér gengur allt út á að byggja sem mest og sem hraðast, húsin beinlínis þrýstast upp úr jörðinni og varla að maður skynji að neitt sé hugsað um samræmi eða fagurfræði.

Það virðist líka vera sár vöntun á því að ímyndunarafl og sköpunargáfa fái að njóta sín í þessum nýbyggingum. Þær eru kassalaga, virka skelfing praktískar, aðallega þó fyrir það sem byggja og fjármagna, en það mun enginn leggja á sig nein ferðalög til að skoða þær.

Einhvern veginn finnst manni eins og þarna sé spurning um glötuð tækifæri. Við höfðum möguleika á að byggja upp glæsilega í Miðborginni en þá hvarf úr okkur allur skáldskapur og listræn sýn. Excel-ið tók völdin.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris