Bréfi frá Boris Johnson utanríkisráðherra og Micheal Govin umhverfisráðherra Bretlands til Theresu May forsætisráðherra, hefur verið lekið í fjölmiðla. Yfirskrift bréfsins er:„EU Exit – Next steps – For your and Gavin´s eyes only“, eða: „ESB Brotthvarf-Næstu skref – Aðeins ætlað þér og Gavin“, en Gavin Barwell er starfsmannastjóri May.
Þar virðast ráðherrarnir tveir gefa Theresu May skýr fyrirmæli um hvernig standa skuli að því að klára Brexit og áhyggjur tvíeykisins um andstöðu samherja þeirra í ríkisstjórninni varðandi Brexit tíundaðar og að ekki sé verið að undirbúa Brexit af nægilegum „krafti“.
Líkt og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur sagt, mun útganga Breta úr Evrópusambandinu taka gildi
föstudaginn 29.mars árið 2019, klukkan 23 og tilraunir til þess að koma í veg fyrir Brexit verði ekki liðnar.
Þrátt fyrir það eru sumir samherjar May í Íhaldsflokknum sem vilja hægja á ferlinu og jafnvel koma í veg fyrir það.
Þá segir einnig í bréfinu:
„Við viljum allir að þú ýtir málinu úr vör af mikilli festu og látir ríkisstjórnina fara eftir
ofangreindum ráðum.“
Fjölmiðlar í Bretlandi eru þegar farnir að tala um „mjúka uppreisn“ (soft coup) innan flokksins því
bréfið er skrifað í vandræðalega miklum boðhætti fyrir May, sem hefur neitað að tjá sig um málið,
en 40 þingmenn úr Íhaldsflokknum hafa þegar lýst yfir vantrausti á forsætisráðherran og vantar
aðeins 8 þingmenn í viðbót til að knýja fram formannskosningu.
Heimild: The Guardian