Donald Trump Bandaríkjaforseti er staddur í Víetnam þar sem fram fer leiðtogafundur APEC, samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja. Hann hefur undanfarið átt í orðaskiptum við Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu á Twitter, en Jong-Un kallaði Trump „klikkaðan gamlan karl“.
Trump svaraði að bragði:
„Af hverju myndi Kim Jong-un móðga mig með því að kalla mig gamlan þegar ég myndi ALDREI kalla hann lítinn og feitan ? Ó jæja, ég reyni svo mikið að vera vinur hans-og kannski mun það gerast einn daginn!“
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu hefur haldið því fram að ferð Trump um Asíu sé einungis til þess fallin að safna liði til að þrýsta á Norður-Kóreu til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni og að Trump sé „tortímandi“ (destroyer) sem „grátbiðji um kjarnorkustríð“.
Heimild: cnn.com