Fjölskyldan fer í bíltúr á afmæli fjölskylduföðurins. Eftir að hafa snætt flatböku á þeim ágæta stað Eldofninum við Bústaðaveg er sest eftur út í bíl.
Þá kemur í ljós að eldsneytisljósið logar í mælaborðinu. Það þarf að taka bensín.
Fjölskyldufaðirinn, sem er aðeins farinn að reskjast, segir: „Er ekki opið á BP stöðinni sem er hérna rétt hjá?“
Hér má sjá hann dæla bensíni á bílinn.
Hvernig ætli staðan sé í dag, ætli sé opið í Haraldarbúð eða hjá Silla & Valda?