Donald Trump Bandaríkjaforseti er staddur í Kína þar sem hann ávarpaði almenning og fjölmiðlamenn, ásamt Xi Jinping, forseta Kína í nótt. Hann hvatti Jinping til að bregðast „hratt og örugglega“ við til að eyða kjarnorkuógninni sem stafar af einræðisríkinu.
Þá sparaði Trump ekki stóru orðin um kínverska kollega sinn og mærði hann fyrir hlýjar móttökur og þakkaði sérstaklega fyrir stuðning hans við að berjast gegn kjarnorkuvæðingu Kim Jong-Un.
„En tíminn er að renna út. Við verðum að bregðast hratt við og vonandi mun Kína bregðast enn hraðar
og betur við vandamálinu en nokkur annar,“ sagði Trump. „Kína getur lagað þetta vandamál auðveldlega og hratt og ég skora á hinn mikla forseta ykkar að vinna mjög hart að þessu,“ bætti Trump við.
Trump er í 12 daga opinberri heimsókn um Asíu og næsti viðkomustaður hans er Víetnam.