Svona lítur forsíða Viðskiptablaðsins út í dag. Um auðmenn sem kunna að vilja flýja Ísland ef teknir verða af þeim ögn hærri skattar.
Svona lítur forsíðutextinn út þegar hann er skoðaður nánar.
Viðskiptablaði er eindregnasti málsvari peningamanna á Íslandi – slær þar hvergi af. En spurt er – er þetta eitthvað sem við hin eigum að hafa áhyggjur af?
Í því sambandi má benda á grein eftir Thomas Frank sem birtist í Guardian í dag þar sem er fjallað um skattaskjól, skattaundanskot ríka fólksins og því lýst hvernig ríkisstjórnir hafa dekrað við peningaöflin. Hví höfum við byggt paradís fyrir milljarðamæringa? spyr Frank og vísar til svokallaðra Paradísarskjala. Millistéttin situr uppi með reikninginn fyrir hnignandi innviðum