fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Kannski mikilvægara að vanda sig en að flýta sér – það gera Þjóðverjar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður finnur fyrir mikilli taugaveiklun vegna stjórnarmyndunar. Blammeringar ganga á víxl vegna hinnar misheppnuðu til raunar til að mynda vinstri stjórn, beinast reyndar aðallega að Framsóknarflokknum. Á vinstri vægnum ríkir taugaveiklun vegna þess að VG fer hugsanlega í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. VG vill hafa Samfylkinguna með í slíkri stjórn – kærir sig ekki um að  hún leiki lausum hala utan stjórnar og  hirði vinstra fylgið.  Fáum virðist hugnast hægri stjórn með Miðflokknum og Flokki fólksins. Það er í gangi ákveðin refskák – og spurning hver nær að taka frumkvæðið.

En kannski liggur ekki svo mikið á. Það er engin sérstök vá fyrir dyrum í þjóðarbúskapnum. Það er nægur tími til að vanda sig við myndun ríkisstjórnar. Í Þýskalandi var kosið 24. september. Þar er ekki ennþá búið að mynda ríkisstjórn. Samningaviðræður standa yfir milli Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel, Frjálsra demókrata og Græningja.

Líklegt þykir að stjórnin verði mynduð. En þýsku flokkarnir taka tímann sinn í að setja saman vandaða málefnaskrá og verkáætlun eins og sjá má á þessum vef þar sem er að finna yfirlit yfir hvernig flokkunum verður ágengt, einkum í umhverfismálum. Síðustu fréttir herma að Græningjar hafi verið að bakka nokkuð með kröfur sínar á því sviði.

 

Angela Merkel og Katrin Göring-Eckardt, foringi þýskra Græningja. Stjórnarmyndunarviðræðurnar taka sinn tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur