fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Megi þeir hírast sem lengst í tjöldunum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fagnaðarefni að stjórn Háskóla Íslands skuli hafa slegið á frest áformum um að byggja stúdentagarð í norðaustuhorni háskólasvæðisins. Bæði er að byggingin stenst engan veginn þær kröfur sem ættu að vera gerðar til húsa á þessu svæði – þetta lítur helst út eins og gámastæða og greinilegt að fyrst og fremst er hugsað um að komast sem ódýrast frá verkefninu.

Og hitt að þetta er merkilegt skipulagssvæði, þarna er hin raunverulega háborg menningarinnar, eins og við Pétur H. Ármannson töluðum um í þáttunum Steinsteypuöldinni. Í áliti Minjastofnunar um þessar framkvæmdir segir að þær hafi í för með sér:

…veruleg og neikvæð umhverfisáhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild er raskað með óafturkræfum hætti. Nýbyggingin brýtur upp samstæða götumynd sunnan Hringbrautar og austan Melatorgs þar sem form Gamla Garðs endurspeglast í safnhúsi Þjóðminjasafnsins. Jafnframt rýfur uppbyggingin samhverfa ásýnd háskólahverfisins beggja vegna skeifunnar og raskar þannig mótuðu umhverfi og ásýnd friðlýstrar aðalbyggingar Háskólans.

Það er reyndar átakanlegt hversu stúdentagarðar eru oftastnær ljótir og klasturslegir. Þetta á við um stúdentagarða sem hafa risið í áranna rás sunnanmegin við Háskólann, stúdentagarða við Kennaraháskólann og hræðilega misheppnaðar byggingar fyrir stúdenta við Lindargötu.

Stúdentar ætla að mótmæla þessu með því að tjalda á fyrirhugaðri byggingalóð eins og segir í frétt RÚV. Nú segir maður bara – megi þeir hírast sem lengst í tjöldunum…

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins