fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Eyjan

Helga Vala: Dylgjur Ásmundar ná hæstu hæðum – Ber flóttafólk saman við þingkarl á flakki um kjördæmið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins neitaði að greina Fréttablaðinu frá hversu háar upphæðir hann fékk greiddar frá ríkinu vegna starfa sinna sem þingmaður en þingmenn geta haldið akstursdagbækur og fengið endurgreiddan ýmis kostnað. Athugun Fréttablaðsins leiðir í ljós að þingmenn í Suðurkjördæmi, kjördæmi Ásmundar hafa fengið mun hærri endurgreiðslur en aðrir þingmenn.

Ásmundur kveðst fara eftir lögum og reglum og enginn hafi gert athugasemdir hvernig hann hafi notað sinn bíl. Sveinn Arnarsson blaðamaður Fréttablaðsins spurði þá hvort Ásmundur væri til í að upplýsa hversu mikið hann hefði ekið og hvað upphæðin hefði verið há. Við því vildi þingmaðurinn ekki verða.

„Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“

Þetta svar Ásmundar hefur vakið mikla athygli. Helga Vala Helgadóttir sem kosin var á þing fyrir Samfylkinguna um síðustu helgi vandar Ásmundi ekki kveðjurnar. Helga Vala segir:

„Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks nær hæstu hæðum í viðbrögðum sínum við ósköp eðlilegri spurningu blaðamanns um aksturskostnað hans á þinginu. [Hann] Dylgjar þar, enn einu sinni, um sporslur til lögfræðinga Rauða krossins vegna starfa þeirra í þágu umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi.“

Þá segir Helga Vala að lokum:

„Lögfræðingar RK fá engar slíkar sporslur og það ætti hann auðvitað að vita, eða veit fullvel. Hefur þessi þráhyggja þingmannsins nú náð þeim stað að bera fólk á flótta undan stríði og ofsóknum saman við íslenskan þingkarl á ferðum sínum um kjördæmið… hvor ætli þurfi frekar á aðstoð að halda?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni

Kosningarnar: Snúast um efnahagsmálin – fólk finnur áhrif hárra vaxta á buddunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum

Kosningar 2024: Taktísk kosning réð ekki úrslitum er Halla Tómasdóttir sigraði í forsetakosningunum