fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Opið bréf til forseta Íslands – Beiðni um að gerast sáttasemjari í deilu Spánar og Katalóníu

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 7. október 2017 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan gerir kjörkassa í Barcelóna upptæka. Mynd/Sputnik

Èric Lluent Estela skrifar opið bréf til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands:

Kæri Guðni,

ég er Katalóni sem bý í Reykjavík. Ég skrifa til þín því ég hef miklar áhyggjur af öryggi íbúa Katalóníu. Eins og þú hefur án efa heyrt þá slösuðust 890 manns í átökum við spænsku lögregluna síðasta sunnudag er fólkið reyndi að greiða atkvæði á kjörstöðum víða í Katalóníu. Ofbeldið sem við urðum vitni af færði okkur 50 ár aftur í tímann. Þjóðaratkvæðagreiðslan var bönnuð af stjórnlagadómstól Spánar en ekkert réttlætir mannréttindabrotin sem voru framin.

Birgitta Jónsdóttir var á staðnum sem alþjóðlegur eftirlitsaðili og varð vitni af harmleiknum sem átti sér stað. Ég veit að hún getur sagt þér hvað gerðist og hversu mikla niðurlægingu Katalónar urðu fyrir þennan dag. Afstaða stjórnvalda í Katalóníu og stjórnvalda á Spáni er á öndverðum meiði og það er stutt í að ástandið í Katalóníu verði mjög hættulegt.

Mynd/AP

Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að beita valdi, valdbeitingu sem er studd af spænskum lögum með blessun Filippusar VI Spánarkonungs, er það talið eina leiðin til að glíma við „Katalóníuvandamálið“. Á sama tíma eru sífellt fleiri í Katalóníu, frá báðum hliðum, stuðningsmenn sambandsins við Spán sem og aðskilnaðarsinnar, að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingar sem styðja þjóðaratkvæðagreiðsluna. Eins og staðan er nú þá er engin lausn í sjónmáli, en vandamál sem eru stjórnmálalegs eðlis þurfa stjórnmálalegar lausnir. Á meðan ástandið er í baklás þá er enginn að tala saman og margar milljónir óttast að átökin stigmagnist í næstu viku.

Mynd/Sky

Ísland er alþjóðlegt viðmið þegar kemur að nútímalegu lýðveldi. Margir í Katalóníu og á Spáni sjá landið þitt sem fyrirmynd, sérstaklega eftir atburðina 2008, stjórnmálaumræðuna sem fór af stað og þátttöku almennings í ákvarðanatökum. Þess vegna, og vegna þess að ég trúi því að þú getir leikið stórt hlutverk á þessum erfiðu tímum í Katalóníu, bið ég þig um að gefa kost á þér sem sáttasemjari á milli stjórnvalda í Katalóníu og stjórnvalda á Spáni.

Yfirlýsing frá þér, við fyrsta tækifæri, getur hjálpað til við að lægja öldurnar og fengið fulltrúa beggja hliða til að setjast niður og ræða möguleikann á þjóðaratkvæðagreiðslu sem báðir aðilar geta sætt sig við. Þitt hlutverk sem forseti Íslands er að tala máli íslenskra borgara. En sem forseti nútímaþjóðar með eitt elsta frum-lýðræðislega þjóðþingið í heiminum gefur þér þann rétt að tala máli nútímalegs lýðræðis sem við viljum öll sjá á 21. öldinni.

Með einlægni, Èric Lluent

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum