fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Katrín með stefnuna á forsætisráðuneytið, gott fylgi Sigmundar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. október 2017 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag: Það hlýtur að teljast nokkur sigur fyrir Sigmundar Davíðs að vera með fylgi upp á 8,9 prósent og sex þingmenn inni samkvæmt því. Og talsverð upplyfting í því að vera stærri en Framsóknarflokkurinn sem hefur aldrei farið svona neðarlega, með 5,5 prósent, og þrjá þingmenn.

Framsókn gæti samkvæmt því átt á hættu að þurrkast út, en það mun þó varla gerast því flokkurinn fær væntanlega alltaf kjördæmakjörna menn á landsbyggðinni. Frambjóðendurnir á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar í mikilli hættu að komast ekki inn.

Það er athyglisvert að Flokkur fólksins er inni á þingi með 5,8 prósent, þrjá þingmenn. Þætti dágóður árangur, en Sigmundur er líklega að ræna af Ingu Sæland kosningasigrinum sem virtist vera í kortunum.

Þessir flokkar höggva ekki bara í Framsóknarflokkinn heldur líka í Sjálfstæðisflokkinn sem er ekki með nema 22,3 prósent. Það hlýtur að valda miklum áhyggjum á þeim bæ. Sjálfstæðismenn hafa aðallega eytt tímanum í kosningabaráttunni í að höggva í vinstri flokkana og Pírata, en þeir þurfa að finna leið til að stöðva fylgislekann til Sigmundar og FF. Það gæti reynst erfitt. Sigmundur er afar vinsæll meðal margra sem hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og Inga Sæland talar kröftuglega til eldra fólks.

Vinstri græn eru á gríðarlegu flugi, með 28,6 prósent og tuttugu þingmenn, og það er merkilegt að sjá að Samfylkingin er líka að rétta úr kútnum með 10,5 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur kynnt nokkuð öfluga framboðslista síðustu daga. Fylgi sem fór frá flokknum til Bjartrar framtíðar – sem var að hluta til klofningur úr Samfylkingu – skilar sér nú aftur. Barátta BF og Viðreisnar  er mjög erfið, flokkarnir eru með um þriggja prósenta fylgi hvor um sig.

Einhver gæti spurt hvað hafi orðið af miðjunni í íslenskum stjórnmálum? Sigmundur stofnar sinn Miðflokk – en er það eiginlegur miðjuflokkur?

Píratar sigla nokkuð lygnan sjó með 11,4 prósent. Það er ágæt útkoma fyrir þá. Ríkisstjórnarmynstrið sem helst blasir við er VG, Samfylking og Píratar – það er þriggja flokka stjórn. Hægra megin virðast engir stjórnarmyndunarkostir í boði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“