fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Sigurður Ingi mátar sig við forsætisráðuneytið – glötuð tækifæri Katrínar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. október 2017 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er ekki í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, nei það er langt í frá, að Framsóknarflokkurinn ræður því hvernig ríkisstjórn verður eftir kosningar. Það er nánast óhugsandi að sjá fyrir sér stjórn án Framsóknarflokksins að þessu sinni – þyrfti mikla sköpunargáfu til að koma henni saman.

Maður skynjar líka að Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir finna nokkuð til mikilvægis síns. Tónninn í þeim eftir kosningarnar hefur frekar verið í þá veru að þau kæri sig ekkert sérstaklega um margra flokka stjórn til vinstri – Lilja talaði í þá veru í útvarpi í morgun að Evrópumálin gætu verið ásteytingarsteinn. Hún er reyndar fyrrverandi Evrópusinni sjálf – sat í stjórn Evrópusamtakanna.

Það er  hægt að skáka í skjóli alls kyns málefnaágreinings, en þetta snýst líka að miklu leyti um persónur og forsögu þeirra. Annars væri kannski lítið því til fyrirstöðu að Sigmundur Davíð með sínar hugmyndir um endurskipulagningu fjármálakerfisins ynni með vinstri flokkunum.

Sigurður Ingi er í slíkri oddaaðstöðu að hann getur jafnvel látið sig dreyma um forsætisráðuneytið. Líklega myndi hann helst vilja það í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. Það yrði reyndar erfitt fyrir Bjarna Benediktsson – með sín 25 prósent á móti 11 prósentum Sigurðar – að kyngja því. En Bjarni Benediktsson vill fyrir alla muni komast í ríkisstjórn, annars eru dagar hans í formannsstóli hjá Sjálfstæðisflokknum líklega taldir.

Næsti möguleiki – og hann er að verða sterkari – er svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Aftur veltur þetta á Sigurði, þetta er á hans valdi. Hann þarf þá reyndar að vinna með Sigmundi Davíð, óþolið milli þessara fyrrum samherja dylst engum. Lilja Alfreðsdóttir er í vinfengi við Sigmund og Gunnar Braga Sveinsson – hún getur líka ráðið miklu um atburðarásina. Sigmundur slær hálfpartinn eign sinni á  hana á kosninganótt og Lilja andmælir lítt.

Vinstri flokkarnir virðast ætla að vera svo staðráðnir í því að halda áru sinni hreinni að alls ekki komi til greina að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Í slíku samstarfi auðvitað talsverð áhætta, en þá blasir líka við þeim þriðja kjörtímabilið í röð þar sem þeir eru dæmdir til áhrifaleysis utan ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir hefur þá átt ýmis tækifæri í stjórnmálunum en ekki nýtt neitt þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“